fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Kynning

Dýrindis skötuhlaðborð á Bryggjunni Brugghúsi!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skötuhlaðborðið hjá Bryggjunni Brugghús hefur slegið í gegn undanfarin ár. „Það er mikil tilhlökkun í liðinu í ár enda er alltaf stórskemmtileg stemning í skötutjaldinu okkar,“ segir Elvar Ingimarsson hjá Bryggjunni Brugghúsi.

„Skatan kemur að vestan og er alveg fyrsta flokks skata. Við erum með milda skötu, miðlungs kæsta og svo vel kæsta skötu fyrir þá allra hörðustu. Meðlætið er með hefðbundnu sniði og er meðal annars kartöflur, rófur, gulrætur, hamsatólg og dýrindis rúgbrauð. Einnig er saltfiskur í boði sem og fjórar gerðir af síld. Þá er, bláberja- og ipa-bjórsíld, sinneps- og whisky-síld, karrísíld og svo maríneruð síld.“

Et, drekk og ver glaðr!

„Skötuhlaðborðið verður haldið í upphituðu skötutjaldinu okkar, á bryggjunni á útisvæðinu okkar. Þarna myndast alveg óviðjafnanleg stemning. Hér koma saman vinir og fyrirtækjahópar, þá sérstaklega úr nágrenninu. Í hádeginu báða dagana verða skemmtiatriði. Sunnudaginn 22. des. verður lifandi djasstónlist og á Þorláksmessu verður harmonikkuspil. Þá er sko etið, drukkið og haft gaman.“

Það er svo fátt sem passar betur með skötunni en jólalegur léttbjór, en jólin eru að sjálfsögðu mætt á barinn hjá Bryggjunni Brugghúsi. „Einnig hafa kokteilbarþjónar okkar sett saman girnilegan jólakokteil sem er gaman að smakka fyrir eða eftir mat, eftir því sem hentar.“

Verðið kemur skemmtilega á óvart

Skötuhlaðborðið stendur til boða dagana 22. og 23. desember frá kl. 12-21. „Það ættu því allir að geta komist í skötu hjá okkur. Skötuhlaðborðið hefur verið afar vinsælt hjá okkur undanfarin ár og í fyrra var alveg fullbókað hjá okkur. Það er því vissara að panta ef ætlunin er að koma í skötu til okkar.“ Verðið kemur svo skemmtilega á óvart enda er það ekki nema 2.690 kr. á mann.

Tekið er við pöntunum á vefsíðunni bryggjanbrugghus.is eða með vefpósti á booking@bryggjanbrugghus.is.

Girnilegt jólahlaðborð í hádeginu

Inni á vetingastaðnum er hefðbundinn matseðill í boði og fyrir þá sem eru ekki mikið skötufólk, en langar að vera með í fjörinu úti í tjaldi, er hægt að panta mat af veitingastaðnum. „Samhliða skötuhlaðborðinu og hefðbundinni starfsemi erum við með jólabröns hlaðborðið okkar, alla daga fram að jólum, frá kl. 12-15. Hlaðborðið er hlaðið ýmsu hátíðlegu ljúfmeti sem kitlar jólabragðlaukana. Í forrétt er í boði síldin okkar víðfræga, bæði bjórgrafinn og reyktur lax, tvíreykt lamb, jólaskinka og girnilegar sósur og meðlæti eins og eplasalat og sætkartöflusalat. Að auki er í boði vegan valkostir eins og buffaló blómkál og sveppa paté.

Eins og hefðbundnum bröns sæmir er að sjálfsögðu í boði ýmsir eggjatengdir réttir, beikon, pylsur og tilheyrandi meðlæti. Að auki er svo rauðspretta og heit lifrakæfa.

Eftirréttirnir eru svo ekki af verri endanum en meðal þess sem er í boði er Ris a la mande, Berlínarbollur, skyrdessert, ávextir og ostar, kökur og annað góðgæti.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni bryggjanbrugghus.is

Bryggjan Brugghús, Grandagarði 8, 101 Reykjavík.

Sími: 456-4040

Vefpóstur: booking@bryggjanbrugghus.is

Facebook: Bryggjan Brugghús

Instagram: @bryggjanbrugghus

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn