fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2019 14:00

Hér var sprautaður í nýjum lit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaréttingar Sævars er gamalgróið bifreiðaverkstæði sem sér meðal annars um bílasprautun, bílaréttingar og tjónamat á vegum tryggingafélaganna. „Við höfum verið starfandi frá árinu 1985 og má segja að það sé hálfgerður fjölskyldubragur yfir starfseminni. Hann Gestur, eiginmaður minn, keypti fyrirtækið af honum Sævari árið 2014 og sonur hans Sævars starfar svo hjá okkur á verkstæðinu,“ segir Eyrún Gísladóttir.

„Flestir viðskiptavinir okkar eru bíleigendur sem hafa lent í tjóni og fengið það bætt hjá sínu tryggingafélagi. Fyrst er byrjað á tjónamati og svo er gefinn tími fyrir viðgerðir á bílnum. Oft þarf að panta inn varahluti, sem getur tekið sinn tíma. Við sjáum um alla þá vinnu sem þarf  til þess koma bílnum í gott form. Hér starfa tíu reyndir og menntaðir starfsmenn og getum við því boðið viðskiptavinum okkar upp á snögga þjónustu þar sem gæði og skilvirkni er í fyrirrúmi. Einnig reynum við eftir fremsta megni að vera eins umhverfisvæn og hægt er.“

Þjónusta líka einstaklinga

„Auðvitað fáum við einnig til okkar viðskiptavini sem koma til okkar á eigin vegum. Margir hverjir eru að láta laga rispur eða láta rétta. Aðrir eru með stærri verkefni eins og vörubílaviðgerðir, eða eigendur fólksbifreiða sem vilja láta endursprauta bílana og fleira. Hingað hafa líka í gegnum tíðina komið fjölmargir eigendur fornbíla til þess að setja bílinn í allsherjar yfirhalningu. Þá hlakkar í okkar mönnum við að fá glæsilegar drossíur að handleika. Við tökum glöð á móti öllum gerðum verkefna, stórum sem smáum.“

 

Hágæðaefni fyrir hámarksárangur

„Við notum ætíð hágæða efni í alla okkar vinnu. Þá notum við t.d. Spies Hecker-málningu í alla okkar bílasprautun, en málningin er talin ein sú allra besta á markaðnum. Auk þess erum við með tvo öfluga sprautuklefa sem ganga fyrir vatni, en fyrir okkur skiptir máli að vera eins umhverfissinnuð og hægt er. Við erum einnig með tvo fullkomna tölvustýrða réttingarbekki. Til að bæta við þjónustuna þá þrífum við einnig alla bíla vel og vandlega sem koma í gegn hjá okkur og því fá viðskiptavinir okkar bílana sína í toppstandi til baka.“

Nánari upplýsingar á bilarettingar.is

Skútuvogi 12h, Reykjavík

Sími 568-9620

bilarettingar@bilarettingar.is

Fylgstu með á Facebook: Bílaréttingar Sævars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum