
Vefverslunin Glatkistan býður upp á Fálkaorður fyrir almenning en augljóslega er ekki um eiginlegar Fálkaorður að ræða, þær sem forseti Íslands útdeilir. Glatkistan segir:
„Það stefnir í met í úthlutun Fálkaorða þessi áramótin því hún er nú fáanleg á bolum, peysum, kaffibollum, klukkum og ótal öðrum hlutum í netversluninni Glatkistunni sem árum saman hefur boðið uppá hluti með merkjum löngu horfinna fyrirtækja eins og Hafskip, Radíóbúðarinnar ofl. Hvort þetta þýðir að Fálkaorðan sé komin í þrot er óvíst en umdeild er hún og flestir hafa skoðun á hverjir eiga hana skilið og hverjir ekki. Kannski það verði til að lægja öldur að hún stendur nú öllum til boða.“
Glatkistan segir að hinn almenni Íslendingur eigi svo sannarlega skilið að fá Fálkaorðu eins og vanalega þá verði hann að borga fyrir.