fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Kynning

Afmælishátíð SÁÁ á miðvikudagskvöld: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2022 14:32

Hátíðin verður í Háskólabíói. Húsið opnar klukkan 19:00 og dagskráin hefst 20:00. Mynd/Spessi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn 5. október, ætlar SÁÁ að halda rækilega upp á 45 ára afmæli samtakanna. Glæsileg hátíðardagskrá verður í boði og er öllum boðið á meðan húsrúm leyfir.

Að sögn Stefáns Pálssonar hjá SÁÁ, verður ýmislegt skemmtilegt á dagskrá afmælishátíðarinnar. „Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ mun flytja ávarp hátíðarinnar og veitir heiðursverðlaunin. Sérstakur gestur á hátíðina er Willium Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Kynnar afmælishátíðarinnar verða sprelligosarnir Davíð og Stefán og munu þeir sjá um að halda uppi stuðinu allt kvöldið,“ segir Stefán. Hátíðin fer fram í Háskólabíói og opnar húsið klukan 19:00. Hátíðardagskrá hefst klukkan 20:00.

Stefán Pálsson hlakkar til að taka á móti gestum hátíðarinnar á miðvikudaginn.

„Við leggjum mikinn metnað í hátíðina að þessu sinni og höfum fengið til liðs við okkur úrvalslið þekkts tónlistarfólks. Fram koma þau Bubbi, Katrín Hall, Emmsjé Gauti, Eyþór Ingi, Karlakór Reykjavíkur og svo verður djassband í andyri,“ segir Stefán, sem hlakkar til þess að taka á móti afmælisgestum hátíðarinnar.

Úr 40 í 880 eftir fyrsta árið

SÁÁ rekur umfangsmestu meðferð landsins við fíknsjúkdómnum og fær til þess stuðning úr ríkissjóði. Eigin fjáraflanir standa undir þriðjungi af öllum rekstrarkostnaðinum. Um tvö þúsund einstaklinga koma að jafnaði inn á Vog á hverju ári, en að auki sinnir göngudeildin fjölda alkóhólista og aðstandendum þeirra.

Samtökin SÁÁ voru að sögn Stefáns stofnuð þann 1. október 1977 í framhaldi af því að fjölmargir Íslendingar höfðu sótt áfengismeðferð í Bandaríkjunum, einkum á Freeport. „Frumkvöðlarnir sáu að þetta ætti erindi hér á landi og tóku höndum saman um að setja upp starfsemi til að veita meðferð við áfengisfíkn,“ segir Stefán.

Blaffi og Biggi á útihátíð SÁÁ á Skógum.

„Starfsemin byrjaði smátt og fyrsta veturinn fékk SÁÁ fékk aðstöðu í Reykjadal. Fyrsta árið komu fjörutíu manns í meðferð, en strax árið á eftir komu 880 í meðferð. Þá höfðu samtökin fengið aðstöðu að Silungapolli, en þar höfðu verið sumarbúðir sem átti að rífa. Menn sáu fljótt að það þyrfti að byggja yfir starfsemina og var sjúkrahúsið Vogur tekið í notkun árið 1984.

Á þessum 45 árum hefur mikil orka farið í að afla fjár til að byggja yfir starfsemina til að tryggja henni öruggan samastað. Núna er göngudeild og eftirmeðferð í Efstaleiti 7 í Reykjavík, í Von, afeitrun og meðferð á Vogi og meðferð í Vík á Kjalarnesi. Það er margoft búið að byggja við Vog síðan 1984 og sömuleiðis var viðbygging við Vík nýlega tekin í notkun.

Afmælishátíð SÁÁ fer fram miðvikudaginn 5. október í Háskólabíó frá klikkan 20-22. Húsið opnar klukkan 19:00. Það er öllum boðið og er ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir.

SÁÁ á 45 ára afmæli og býður í heljarinnar afmælisveislu og gjafaleik í tilefni þess.

Glæsilegur gjafaleikur SÁÁ, Tolla og DV

Í tilefni afmælisins hannaði Tolli listaverk sem er búið að prenta á hettupeysur og boli og verða þeir til til sölu á afmælishátiðinni. Allur ágóði af sölunni rennur til ung SÁÁ. Vörurnar verða til sölu í vefverslun SÁÁ og í afgreiðslu SÁÁ í Efstaleiti.

„Einnig ætlum við að gefa lesendum dv.is verðlaun úr þessari afmælislínu SÁÁ og Tolla.“ Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum  mánudaginn 10. október. Sex heppnir þátttakendur vinna hettupeysu og bol frá SÁÁ.

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.10.2022

Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina

Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina
Kynning
10.10.2022

Kristín Sif uppgötvaði leyndarmálið: Húðin aldrei verið betri!

Kristín Sif uppgötvaði leyndarmálið: Húðin aldrei verið betri!
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!
Kynning
16.09.2022

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði
Kynning
02.06.2022

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins
Kynning
05.05.2022

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!