fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Kynning

Verkefnastjórnun og leiðtogafærni VOGL: Hver kennslustund er ævintýri

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 23. ágúst 2021 11:20

Haukur Ingi Jónasson er annar kennara í námsbrautinni Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Haukur hefur gríðarlega reynslu á sviði stjórnunar, sem og á mannlega þættinum. Mynd/Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er fjölbreytt og víðfeðm námsbraut á vegum Endurmenntunar í Reykjavík og Símenntunar á Akureyri þar sem markmiðið er að þróa stjórnendur í fyrirtækjum faglega og þroska þá sem einstaklinga.

Starf stjórnenda spannar mun víðtækara svið en aðeins að gera áætlanir, stýra verkefnum, semja um hagsmuni og taka ákvarðanir. Stjórnandi þarf að hafa allt þetta á hreinu auk þess að kunna að vinna með mannlegan veruleika, en mannleg samskipti eru lykilþáttur í öllu starfsumhverfi.

„Raunar er námið það fjölbreytt að það nýtist öllum, hvort sem fólk er í stjórnunarstöðu eða ekki,“ segir dr. Haukur Ingi Jónasson. „Nemendur kynnast og þroska með sér fjölda aðferða til að takast á við verkefni í leik og starfi. Við leggjum okkur fram við að þroska hvern og einn nemanda svo að hann finni sinn metnað og nýti styrk sinn til hins ítrasta. Þá gerist það iðulega að nemandi áttar sig á einhverju sem er úr lagi gengið hjá sér en hann hefur ekki áttað sig á og nýtir námið til umbreytingar.“

Saga námsins

Haukur kennir í námsbrautinni ásamt Helga Þóri Ingasyni, en báðir eru þeir kennarar við verkfræðideildina í Háskólanum í Reykjavík. Þeir hafa mikla reynslu af stjórnun, ráðgjöf og háskólakennslu. „Við höfum báðir lifað og hrærst í þessum bransa í þrjátíu ár og höfum komið að kennslu við flesta háskóla landsins og sinnt stjórnun og ráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Haukur.

„Samstarf okkar hófst eftir að við vorum báðir að koma heim úr framhaldsnámi, Helgi frá Noregi og ég frá New York. Við höfðum áhuga á að gera eitthvað skemmtilegt saman og miðla okkar reynslu og þekkingu sem gæti nýst fólki bæði pesónulega og faglega. Ég þekkti vel heim hug- og félagsvísindi og bjó að ríkri klínískri þekkingu á sál- og geðsjúkdómafræði. Eins hafði ég starfað sem sjúkrahúsprestur bæði á Lennox Hill spítalanum í New York og á Landspítalanum. Helgi er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju og alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri og var farinn að afla sér stjórnunarreynslu. Síðan höfum við báðir starfað sem ráðgjafar bæði hjá fyrirtækjum, stofnunum og með stjórnvöldum. Við ákváðum að setja saman námsbraut í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni. Niðurstaðan var að miðla einhverju af því sem við höfðum orðið áskynja í þessari námsbraut. Við hönnuðum því námskeið og skrifuðum síðan kennslubækurnar.“

Eini gallinn að nemendur vilja meira

Námsbrautin hefur nú staðið til boða í hartnær tuttugu ár og segir Haukur alla nemendur vera himinlifandi. „Við tökum púlsinn á fólki eftir hvert námskeið og fáum umsagnir. Það virðast allir vera alsælir með þetta. Einu neikvæðu athugasemdirnar eru þær að fólk vildi helst fá að læra enn meira af okkur. En þá er bara að skrá sig í Meistaranám í verkefnastjónrun (MPM) sem við stýrum á vegum verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. VOGL námið er ágætis undirbúningur fyrir það nám og við höfum séð marga sem komu í VOGL námið koma síðan til okkar í MPM-námið í áframhaldandi nám.“

„Við notum kennslustofuna sem skapandi vettvang.“

Einstaklingsfókus og ævintýri

Námið er bæði almennt og sértækt spegilnám. Nemendur byrja á því að hlusta á fyrirlestri á netinu. Svo mæta þeir í vinnustofur þar sem unnið er með tileinkun efnisins. „Með þessari aðferð getum við nýtt kennslustundirnar til að þjálfa fólk í að heimfæra efnið sem nemendur hafa þá kynnt sér fyrirfram. Sumir hafa lýst kennslustundum hjá okkur þannig að það sé eins og að ganga inn í ævintýri þar sem allt getur gerst. Þetta finnast okkur góð meðmæli, enda er áherslan þar á nemendurna sjálfa. Þetta er upplifunarnám þar sem nemendur sitja ekki óvirkir heldur fá í raun og reynd að prófa á sjálfum sér það sem var fjallað um í fyrirlestrinum. Við notum því kennslustofuna sem skapandi vettvang.“

Námsbrautin samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru kennd í fjórar vikur, fjóra daga í senn. „Þá er góður tími gefinn á milli kennsluvikna þar sem nemendur geta prófað að beita því sem þeir hafa læra hjá okkur, hvert á sínum vettvangi. Tvö og tvö námskeið eru kennd samtímis. Í vikunum tveimur fyrir áramót er farið í Leiðtogafærni og Stefnumótunarfærni og á seinni vikunum, eftir áramót er farið í Skipulagsfærni og Samskiptafærni. Þá má segja að fyrri námskeiðin tvö séu eins og inngangur að seinni tveimur.“

Námið segir Haukur að sé sérstaklega hentugt fyrir fólk á vinnumarkaðnum því það þurfi ekki að taka mjög mikið frí frá vinnu á meðan því stendur. „Fyrirtækin sjá árangur samstundis því fólk kemur með þekkingu og aðferðir til baka á vinnustaðinn á meðan náminu stendur. Enda hefur það komið á daginn að mörg fyrirtæki senda starfsmenn sína til okkar ár eftir ár.“

Námsbrautin er einnig í boði hjá Símenntun á Akureyri og að sögn Hauks gera margir sér ferð norður til að taka námsbrautina. „Fólk tekur sér þá frí frá vinnu og helgar sig náminu í fjóra daga í senn. Við sjáum að nemendur allstaðar að af landinu og einnig frá Höfuðborgarsvæðinu njóta þess alveg sérstaklega vel að taka námið fyrir norðan.“

„Great job! We have never seen anything like it!“

Teknir í bakaríið hjá dönsku vottunarfyrirtæki

Eftir námið hljóta nemendur D-vottun hjá Verkefnastjórunarfélagi Íslands sem Certified Project Management Associate. „Námið var teknið út hjá danska verkefnastjórnunarfélaguni fyrir hönd International Projec Management Association (IPMA). Eftir að matsmennirnir voru búnir að pönkast í okkur í tvo heila daga í vinnuherberbergi á Kastrup flugvelli, skoðað innihald námsins í þaula og borið það saman við það sem stóru dönsku ráðgjafafyrirtækin höfðu upp á að bjóða, þá fengum við vottunina með þessum orðum: „Great job! We have never seen anything like it!“

Þeirra niðurstaða var að VOGL námið stæði mun framar en það sem dönsku ráðgjafafyrirtækin voru að gera. Þeir undruðust hinsvegar verðið og sögðu að ef við værum að bjóða þetta í Danmörku, gætum við haft það þrisvar sinnum dýrara. Það var áhugavert að vita, en metnaður okkar stendur til þess að þroska fólk á Íslandi og leggja gott til atvinnulífs og samfélags.“ Og Haukur bætir við: „Þetta er alvöru nám sem byggir á mikilli reynslu og þekkingu. Við kennum allskonar lykilaðferðir sem nýtast í öllu athafnalífi og henta breiðum hópi fólks. Í náminu víða komið við, þegar við fjöllum um verkþekkingu, ákvarðanatöku, stefnu og skipulag, hagnýata sálfræði af ýmsu, siðfræði, rökræði, samtalstækni og svo margt fleira.“

„Allt þetta fólk býr yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu. Við erum því ekki bara að vinna með námsefnið heldur miðla nemendur þekkingu sinni og ávinningurinn okkar allra verður enn meiri fyrir vikið.“

Nemendur allstaðar að

Námið er bæði aðgengilegt og skemmtilegt en einnig nokkuð krefjandi. „Margir nemendur okkar eru að leitast eftir nýjum tækifærum og langar að breyta til. Aðrir vilja endurnýja sig í starfi og fá nýja ástríðu fyrir starfinu sem þeir eru nú þegar í. Enn aðrir koma til þess að þroskast og taka jafnvel maka eða vini sína með með,“ segir Haukur. „Við fáum til okkar fólk úr öllum áttum og á öllum reynslustigum. Fólk úr atvinnulífinu, skólakerfinu, heilbrigðisgeiranum, iðnaði, stjórnsýslu, björgunargeiranum, lögreglunni, ferðageiranum og margt fleira. Allt þetta fólk býr yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu. Við erum því ekki bara að vinna með námsefnið heldur miðla nemendur þekkingu sinni og ávinningurinn okkar allra verður enn meiri fyrir vikið. Fólk eignast vini fyrir lífstíð og sumir hópar eru enn að hittast fjöldamörgum árum eftir útskrift.“

Umsóknarfrestur til 1. september

Umsóknarfrestur í námið Verkefnastjórnun og leiðtogafærni stendur fram til mánaðarmóta 1. september. Nánari upplýsingar er að finna á https://vogl.is/. Fyrsta lotan hefst svo þann 13. september. „Við tökum aðeins inn 36 nemendur í hvern hóp og síðan við byrjuðum hefur alltaf verið fullt á námskeiðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
17.11.2021

Meltingarflóran er ALLT

Meltingarflóran er ALLT
Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
04.10.2021

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!