fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Nánd viðskiptavinar og hönnuðar útdauð í stórborgunum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 13:57

Orri og Helga gáfu út sína fyrstu skartgripalínu 2012. Línurnar þeirra hafa vakið athygli fyrir frumlega og fallega muni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orrifinn er eitt af áhugaverðustu skartgripamerkjum landsins en áherslan er á tímalausa hönnun sem hentar öllum kynjum. Orri og Helga standa nú á tímamótum því verslunin er að flytja í stærra húsnæði á meira áberandi stað á Skólavörðustíg.

Verslunin Orrifinn er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Skólavörðustíg rétt við Hallgrímskirkju.

Að sögn Helgu hófst samstarf þeirra Orra Finnbogasonar og Helgu Friðriksdóttur á mjög náttúrulegan hátt. „Við kynntumst árið 2011 og urðum par í framhaldinu. Orri hafði unnið sjálfstætt við skartgripahönnun í svolítinn tíma og ég hafði unnið í geiranum en aldrei komið að því að smíða sjálf. En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skarti og eftir að ég byrjaði að skipta mér af því sem Orri var að búa til, varð samstarf okkar til.

Í fyrstu fékk ég útrás í gegnum hans sköpun, en á ákveðnum tímapunkti varð ekki framhjá því litið að ég var farin að hafa töluverð áhrif á hönnunina. Árið 2012 gáfum við út okkar fyrstu línu, Akkeri, sem við unnum saman. Í upphafi var þetta bara gæluverkefni sem við unnum meðfram öðrum störfum, en smátt og smátt tók þetta yfir og við byrjuðum að einbeita okkur 100% að Orrifinn merkinu. Það var líka eins og það hafi verið pláss á markaðinum sem rúmaði fullkomlega hönnun okkar og hugmyndir,“ segir Helga.

„Núna, 9 árum frá því byrjuðum, stöndum við á mjög spennandi tímamótum. Við erum flutt úr kósý kjallaranum yfir í stærra og meira áberandi verslunarrými efst á Skólavörðustíg. Við erum nú nánast við hlið Hallgrímskirkju þannig að það getur varla orðið dýrðlegra.“

Hversdagurinn er þeim Helgu og Orra mikill innblástur. Hér eru lyklar úr verkfæralínu Orrifinn. Takið eftir orminum sem bítur í skottið á sér.

Heill heimur bakvið hvern hlut

Skartgripalínurnar segir Helga að hafi allar komið nokkuð áreynslulaust. „Við Orri búum saman og eigum saman fjölskyldu. Við fáum innblástur úr hversdeginum og tölum mikið um það sem okkur finnst fallegt og áhugavert. Ferðalag til Mexíkó eða gömul skæri sem finnast við að gera upp hús á Vestfjörðum, allt getur orðið uppspretta að heilli skartgripalínu. Hugmyndirnar um fagurfræði hversdagslegra hluta koma allstaðar frá. Við rekumst kannski á hlut eða tákn sem okkur finnst heillandi eða byrjum að grúska í sögu einhvers sem höfum lengi heillast að. Þegar við byrjum að rannsaka fyrirbærið og kynna okkur uppruna þess og hvernig það kemur t.d. fyrir í mismunandi menningarheimum og trúarbrögðum, þá fyrst kemur í ljós hversu hlaðið það er. Skartgripalínan okkar Flétta er gott dæmi um þetta. Línan varð til þegar við vorum að skoða hár og fléttur, og hvort og hvernig mætti herma eftir fínleika hársins í málmi. Þegar við kynntum okkur sögu flétta kom í ljós heill heimur af táknum og menningarlegum merkingum. Það er hægt að lesa í samfélagsstöðu fólks og hjúskaparstöðu úr fléttunum hjá ýmsum afrískum ættbálkum og þær tákna vináttu og ást hjá öðrum. Við heilluðumst algerlega af þessu og þróuðum heila Fléttu línu sem varð seinna ein vinsælasta línan okkar.

Skartgripagerðin hefur opnað fyrir okkur fullt af áhugaverðum heimum og leyndardómum sem við vissum ekki af. Í hverjum hlut, hversu hversdagslegur sem hann má virðast, býr nefnilega heill heimur.“

Það er heill hugmyndahiemur á bakvið hvern einasta hlut.

Það má ekki þvinga ástríðuna

„Fyrst um sinn gáfum við út eina línu á ári, í dag finnst okkur ár vera of stuttur tími á mill. Okkur fannst að línurnar næðu ekki að anda almennilega og njóta sín áður en næsta var komin. Við erum því búin að hægja á og viljum ekki þvinga fram línur bara út af því að það er komið ár frá þeirri síðustu. Þetta verður að vera náttúrulegt því annars er þetta ekki skemmtilegt. Í okkar tilfelli er hugmyndavinnan í raun tímafrekasti hluti ferlisins, allar pælingarnar og samtölin, teikningar og þreifingar. Svo þarf að hanna skartið, smíða prufur, prufukeyra þær á sér og breyta og bæta. Hjá okkur skiptir ástríðan okkur mestu, að það skili sér beint til kúnnans að við vinnum af ástríðu og séum innblásin í öllu ferlinu.

Hálsmen úr gulli og amethyst úr Ouroborus línunni.

Við erum heppin að eiga hóp traustra viðskiptavina sem eru mörg hver að safna skarti frá okkur. Fólk dregst að ákveðnum línum og tengir við þær. Við trúum því að hugmyndafræðin á bak við hverja einustu línu skipti kúnnann máli, að fólk finni að mikið var lagt í gripina og að þeir eigi sér sögu. Merkingin gefur hlutnum meira vægi og fólk myndar sterkari tengingar við skartið fyrir vikið.“

Fléttur er ein af allra vinsælustu línum Orrifinn.

Nándin er útdauð

Helga segir erlendu viðskiptavini þeirra hafa haft orð á því hversu mikil gróska er í handverki, list og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Þessi nánd viðskiptavinar og hönnuðar virðist útdauð í stórborgunum. Fólki finnst stórmerkilegt að hitta okkur sjálf í versluninni og upplifir það sem forréttindi að geta keypt beint af hönnuðinum og geta jafnvel séð okkur hanna og smíða gripina. Erlendir kúnnar taka oft myndir af okkur og við höfum jafnvel fengið póst frá fólki eftir að það kemur heim þar sem fólk lýsir þessari undrun.“

Í versluninni er einnig hægt að fylgjast með hönnuðunum við störf.

Öll þessi gróska

„Þegar ferðamannaiðnaðurinn stóð sem hæst heyrði maður mikið af neikvæðnisröddum um miðbæinn. Að hér hafi allt verið miðað að erlendum ferðamönnum og Íslendingum fannst þeir ekki eiga heima í miðbænum. Ég skil þessa gagnrýni að einhverju leyti, en við megum ekki gleyma því að ferðamannastraumnum fylgja líka kostir. Þessi fólksfjölgun í formi ferðamannsins var forsenda þess að þrátt fyrir smæð þjóðarinnar iðar miðbær höfuðborgarinnar af lífi og hér er hægt að velja á milli fjölda veitingahúsa, menningarviðburða og verslana. Miðbærinn býður upp á ótrúlegt magn af íslenskri hönnun, handverki og list og þetta er ekki allt gert fyrir ferðafólk. Það sést nú best á því hvað stendur eftir þegar Covid hefur herjað á okkur. Miðbærinn er ennþá fullur af skemmtilegum verslunum með fjölbreyttu vöruúrvali.“

Meðvitundin um að velja íslenskt

Að mati Helgu er mikilvægt að við séum öll meðvitaðri um að það að versla íslenskt skiptir máli. „Það er ekki vitlaust að prófa það næst þegar þú leitar að gjöf að ákveða að versla íslenskt, þá muntu átta þig á hversu mikið er í boði og þú munt uppgötva margt nýtt. Það er mikill misskilningur að íslenskt sé ávallt dýrara en influtta varan, en verð miðað við gæði er mjög sambærilegt. Auðvitað erum við ginkeypt fyrir ódýru vörunum hjá stóru verslunarkeðjunum. En þegar upp er staðið þá endar maður með óbragð í munninum og óþægilega tilfinningu. Því hvernig getur manneskjan sem bjó til hlutinn verið að fá mannsæmandi laun ef varan er svona ótrúlega ódýr? Svo er kolefnissporið stórt því búið er að flytja vörurnar fram og til baka hálfa leið í kringum hnöttinn.

Við hljótum öll að vilja vita meira um það hvernig vörurnar sem við kaupum eru framleiddar. Þegar við kaupum íslenskt þá vitum við hvaðan varan kemur, hver framleiðir hana og við hvernig aðstæður,“ segir Helga og bætir við í lokin: „Það eru auðvitað ekki endilega kjöraðstæður að vera á eyju úta ballarhafi  og það er ekki eins og við Orri getum týnt gull eða silfur úr námum á hálendinu. En aðalatriðið er að vinnan, hugmyndirnar og helst framleiðslan sjálf, eins og í okkar tilfelli, fari fram hér. Að auðurinn sem skapast skili sér heim.“

Orrifinn er staðsett að Skólavörðustíg 43. Hægt er að lesa nánar um átakið Íslenskt – Láttu það ganga á www.gjoridsvovel.is og facebooksíðunni: Íslenskt gjörið svo vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum