fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 09:40

Lág járn gildi er algengasti næringarefnaskortur í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) og lýsir sér helst í orkuleysi og þreytu en við langvarandi skort geta komið upp ýmsir aðrir kvillar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) eru lág járn gildi algengasti næringarefnaskortur í heiminum og skerðir lífsgæði sífellt fleiri barna og fullorðinna.

Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefni gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum, svo sem við uppbyggingu og eðlilega starfsemi líkamans en meðal þeirra mikilvægustu er steinefnið járn. Aðalhlutverk járns er að flytja súrefni til frumna líkamans og er það jafnframt mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og heila- og taugastarfsemi.

Vandamálið með járnið

Lág járn gildi er algengasti næringarefnaskortur í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) og lýsir sér helst í orkuleysi og þreytu en við langvarandi skort geta komið upp ýmsir aðrir kvillar. Skortur kemur oftast við sögu vegna ónógs járns í fæðu, aukinnar þarfar járns, lélegs frásogs eða blóðmissis. Mannslíkaminn getur ekki framleitt járn sjálfur og er því afar mikilvægt að fá það í gegnum fæðu eða sem viðbót í formi bætiefna. Oft á tíðum getur verið nóg að bregðast við járnþörf með því að neyta járnríkrar fæðu dags daglega. Þó getur verið erfitt að uppfylla þörfina úr fæðu þar sem eingöngu lítið magn af því járni sem við neytum frásogast og nýtist í líkamanum og er því oftar en ekki er nauðsynlegt að innbyrða járn í formi bætiefna. Að auki er mikilvægt að huga að því að járn frásogast betur ef að C vítamín er tekið inn samhliða.

Probi járn hefur það að markmiði að auka upptöku járns og er milt fyrir meltingarkerfið sem og náttúruleg leið til að viðhalda góðum járngildum. Að auki hentar járn formúlan frá Probi fyrir barnshafandi konur.

Probi járn fyrir aukna járnupptöku

Járn blandan frá Probi inniheldur einkaleyfisvarða mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v sem viðheldur heilbrigðum meltingarvegi og hefur verið rannsakaður til fjölda ára. Auk þess inniheldur varan járn, fólínsýru sem er m.a. gríðarlega mikilvæg fyrir þroska á taugapípu fósturs, ásamt C vítamín sem m.a. stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og eykur upptöku járns. Probi járn hefur það að markmiði að auka upptöku járns og er milt fyrir meltingarkerfið sem og náttúruleg leið til að viðhalda góðum járngildum. Að auki hentar járn formúlan frá Probi fyrir barnshafandi konur.

Einkaleyfisvarðir mjólkursýrugerlar

Sænska fyrirtækið Probi AB var stofnað fyrir 30 árum síðan í kringum merkilega uppgötvun á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus plantarum 299v. Gerillinn sýndi sig vera sérlega harðger og hefur eiginleika til að fjölga sér í meltingarvegi og styrkja þar með varnir okkar og draga úr óþægindum tengdum maga og meltingu. Probi AB er í dag leiðandi á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og með alheimseinkaleyfi á LP299V gerlinum, ásamt því að vera þeir einu sem innihalda gerilinn í vörum sínum á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum