Fimmtudagur 04.mars 2021
Kynning

Potta- og pönnudagar í Byggt og búið

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. september 2020 14:00

Fissler París pottasett á frábærum afslætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantar þig hentuga brúðargjöf? Jafnvel jólagjöf? Eða er einfaldlega kominn tími til að uppfæra pottana og pönnurnar í eldhússkápunum þínum? Hvort sem þú vilt gera vel við þig eða aðra þá er núna tækifærið, því nú er 20-50% afsláttur á öllum pottum og pönnum í Byggt og búið.

Hér eru nokkrir gullmolar sem má finna á Potta- og pönnudögum

Le Creuset er allt á 20% afslætti. Le Creuset vörurnar ættu flestir að kannast við en pottarnir og pönnurnar eru gerð úr hágæða steypujárni sem leiðir og heldur hita einstaklega vel. Allar Le Creuset pönnur og pottar eru handgerðar og fara í gegnum strangt eftirlit af sérhæfðum fagaðilum áður en þær eru sendar áfram í sölu. 30 ára ábyrgð er á pönnum og pottum frá Le Creuset. Það er því ekki furða á hve vinsælar Le Creuset vörurnar eru og kjörið að nýta sér þennan afslátt til að næla sér í nýjan pott.

Le Creuset er klassík af ástæðu.

Quality One pottasettið frá WMF er nú á 40% afslætti og kostar því aðeins 32.997 kr. Þessir vönduðu pottar virka á allar gerðir helluborða og eru úr Cromargan® 18/10 ryðfríu stáli sem er rispuþolið og má fara í uppþvottavél.

Allir pottar frá KitchenAid eru á 50% afslætti – athugið að aðeins takmarkað magn er í boði og því borgar sig að hafa hraðar hendur. Þessir pottar eru stáli sem hafa þykkan og góðan botn og frábæra hitadreifingu.

Eldamennskan klikkar ekki í þessum þykkbotna Kitchen Aid potti.

Allar Fissler vörur eru á 20-40% afslætti. Fissler pottar og pönnur eru gæðavörur frá Þýskalandi. Vörurnar eru vandaðar og á viðráðanlegu verði sem nú er enn viðráðanlegra! Sem dæmi má nefna er pottasettið Paris frá Fissler, sem er fullkomið fyrir fólk sem er að koma sér upp heimili. Settið telur fimm vandaða potta úr ryðfríu stáli. Pottarnir mega fara í uppþvottavél og þola allt að 180°C í ofni (án loks). Þetta pottasett er nú á 25% afslætti á 29.995 kr. (fullt verð 39.995 kr.). Þú getur líka unnið þetta pottasett í gjafaleik sem má finna á Instagram-síðu Byggt og búið!

Þetta er aðeins brot af því besta á Potta- og pönnudögum. Kíktu til okkar í Kringluna eða skoðaðu úrvalið á byggtogbuid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.12.2020

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum
Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
20.11.2020

Ást og alúð í hverjum skammti

Ást og alúð í hverjum skammti
Kynning
13.11.2020

Húðin eins og silki í allan vetur

Húðin eins og silki í allan vetur