fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Kynning

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 09:00

Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson., eru engir nýgræðingar í asískri matargerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spriklandi ferskt sushi, steiktir og fylltir dumplings, asískir núðluréttir, steikt hrísgrjón, hollur grillaður lax, teryaki kjúklingur, satay kjúklingaspjót og fjölmargt fleira girnilegt er í boði frá Reykjavik Asian. „Við stofnuðum fyrirtækið í fyrravor í kringum framleiðsluna og neytendur hafa tekið ótrúlega vel í vörurnar frá okkur,“ segir Bjarni Geir Lúðvíksson sem á og rekur Reykjavik Asian með Magnúsi Heimissyni. Saman hafa þeir einnig rekið farsælan taílenskan veitingastað, Thai Keflavik, í Reykjanesbæ í hátt í tólf ár og því engir nýgræðingar í asískri matargerð.

Bjarni Geir Lúðvíksson hjá Reykjavik Asian.

Ferskt og gott hráefni

„Við keyptum rúmgott iðnaðarhúsnæði og settum upp stórt framleiðslueldhús þar kokkarnir okkar framreiða alla einstaklingsbakka og veislubakka. Okkar áhersla er að nota ferskt og gott hráefni. Til dæmis notum við eingöngu íslenskan lax, enda þykir okkur best að vinna með hann. Þá langaði okkur að setja á markað tilbúna asíska rétti sem væru ekki fjöldaframleiddir eins og margt sem finna má í hillum matvöruverslana. Allt sushi er handgert af sushikokkunum okkar sem gerir það að verkum að grjónin eru alltaf létt og góð og fiskurinn fyrsta flokks. Einnig eru allir steiktir réttir séreldaðir í hvern og einn bakka. Við trúum því að þetta sé það sem fólk vill enda er metnaðurinn að skila sér í virkilega ánægðum viðskiptavinum.“

Sushi veislubakkarnir eru fagnaðarefni allra veislugesta.

Lítil rýrnun

Reykjavik Asian vörurnar fást á heimasíðu fyrirtækisins sem og á fjölmörgum sölustöðum. „Við erum að keyra út vörurnar okkar á hverjum einasta morgni í Nettó, Krambúðir, Iceland, Háskólabúðina, 10-11, Kvikk og í Leifsstöð. Við viljum frekar framleiða minna og sendast oftar heldur en að framleiða of mikið í einu og sendast sjaldnar. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að rýrnun hjá okkur er mjög lítil og vörurnar eru aldrei eldri en dagsgamlar.“

MArgar mismunandi týpur af sushibökkum.

Vefverslun

Í kjölfar samkomubanns opnaði Reykjavik Asian nýja heimasíðu með vefverslun þar sem hægt er að fá heimsent innan Höfuðborgarsvæðisins, í Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði, Vogum og í Grindavík. „Við vildum gefa viðskiptavinum tækifæri á að nálgast matinn frá okkur að heiman í samkomubanninu og við verðum að sjálfsögðu áfram með vefverslunina. Sendingarkostnaðurinn á einstaklingsbökkum er 990 krónur, en ef keypt er fyrir 4000 kr. eða meira þá leggst enginn sendingarkostnaður ofan á verðið.“

Rækju tempura smellpassar í fögnuðinn.

Glænýjir veislubakkar slá rækilega í gegn

Reykjavik Asian byrjaði fyrir einungis tíu dögum síðan að bjóða upp á veislubakka í vefversluninni sem henta fyrir ýmiss konar tilefni svo sem fermingarveislur, stórafmæli, brúðkaup eða bara þegar fólk vill gera sér glaðan dag saman. „Strax fyrstu vikuna höfðum við strax selt mikinn fjölda veislubakka svo það er ljóst að samfélagið er aðeins byrjað að taka við sér eftir samkomubannið. Eins og er bjóðum við upp á átján mismunandi bakka en við tökum að sjálfsögðu vel á móti öllum séróskum. Þá erum við með tilboð í gangi þar sem þú færð 20% afslátt af öllum keyptum veislubökkum út júní. Tilboðið er aðgengilegt í vefversluninni. Pantanir sem berast fyrir kl. 16:00 eru keyrðar beint heim að dyrum innan heimsendingarsvæðisins alla daga á milli kl. 16 og 19.“

Satay kjúklingaspjótin eru alltaf vinsæl í veislurnar.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni reykjavikasian.is

Sími: 774-8866

Tölvupóstur: reykjavikasian@reykjavikasian.is

Facebook: Reykjavik Asian

Instagram: @reykjavik_asian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
01.07.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist