fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Kynning

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Kynning
Kynningardeild DV
Laugardaginn 23. maí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsasmíði Húseiningar markar tímamót á íslenskum fasteignamarkaði og framleiðir fyrirtækið meðal annars glæsileg einbýlis- og sumarhús sem eru afhent fullbúin.

Húsasmíðin er í fararbroddi þegar kemur að íslenskri framleiðslu heilsárshúsa sem eru í senn falleg, vönduð, traust og standast íslenskar aðstæður, veður og vinda. „Fullsamsettu húsin frá Húseiningu eru alfarið byggð innanhúss og þegar þau eru tilbúin til afhendingar eru þau hífð upp á sérútbúinn flutningavagn inni í verksmiðjunni og flutt á byggingarstað. Kaupandinn getur svo flutt inn 2-4 dögum eftir að við slökum húsinu á sökklana. Húseining framleiðir einnig húseiningar fyrir allar stærðir einbýlishúsa sem og sumarhús og fást einingarnar afhentar við verksmiðjudyr. Hjá okkur færðu allt á einum stað, því við framleiðum einnig sökklana undir húsin. Það besta við þetta er að verðið kemur þægilega á óvart,“ segir Kjartan Ragnarsson, sölu- og markaðsstjóri Húseiningar.

Kjartan Ragnarsson, sölu- og markaðsstjóri Húseiningar.

Verksmiðja Húseiningar að Vogum er einstök á landsvísu og býður upp á bestu aðstæður sem völ er á til framleiðslu tilbúinna húsa innandyra. „Við getum framleitt þar allt að 120 fermetra einbýlishús/sumarhús. Ef um parhús er að ræða eru þau framleidd sem tvö hús og koma saman á sökklunum þannig að bílageymslurnar mætast og mynda eina heild, eða samtals 240 fermetra parhús. Húsin afhendast fullbúin með öllum innréttingum, heimilis- og hreinlætistækjum, gólfefnum, rafmagni, hitakerfi og vatnskerfi. Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á slíka möguleika hér á landi í svo stórum húsum.“

Hlynur Sigursveinsson framkvæmdastjóri Húseiningar.

Það eru fjórir lykilþættir þegar kemur að kostum þess að framleiða fullbúið hús í verksmiðju, tilbúið til flutnings:

  1. Húsin eru framleidd við bestu aðstæður, sérstaklega með tilliti til veðurs.
  2. Í byggingarferlinu fer ekki tími til spillis í ferðir starfsmanna til og frá byggingarstað.
  3. Hús kemst fyrr í notkun hjá kaupanda, því uppsetningartími er mjög stuttur.
  4. Þetta skapar betra hús og mjög hagstætt verð.
Igor Bezenar verksmiðjustjóri Húseiningar.

Smáhýsi, minni og stærri

Smáhýsin frá Húseiningu eru frábær lausn fyrir þá sem vilja koma sér upp dásamlegum griðastað í náttúrunni, eða vilja auka gistimöguleika við núverandi sumarbústaði. Um er að ræða annars vegar vönduð, fulleinöngruð 14,99 til 17 fermetra hús, með baðherbergi og forsteyptum sökkulundirstöðum. Einnig er um að ræða 24,74 til 39,9 fermetra hús,, með 35 fermetra verönd. Húsin eru afgreidd frá verksmiðju fullsamsett.

Sumarhús í einingum

Húseining býður upp á 65 til 111 fermetra sumarhús, sem fást afhent í einingum við verksmiðjudyr. Einingarnar eru klæddar láréttri báru og eru húsin afar fljótreist. Einingar koma með gluggum og hurðum, fullglerjuðum. Þakvirki, þakkantur, allar festingar fyrir reisingu, einangrun rakasperra og lagnagrind fylgja, ásamt öllum efnispakka fyrir alla milliveggi.
Smart einbýli minni og stærri Samsettu Smart einbýlin frá Húseiningu koma í tveimur stærðum. Annars vegar þriggja herbergja 73 fermetra hús og hins vegar er fjögurra herbergja 87,5 fermetra hús. Í þeim eru tvö til þrjú svefnherbergi, eldhús, bað og stofa. Húsin koma fullsamsett frá verksmiðju með vönduðum innréttingum. Báðar gerðir eru með hita í gólfi, forsteyptum sökkulundirstöðum og með 20 fermetra verönd með heitum potti.

Einbýlishús í einingum

Húseining framleiðir einnig húseiningar fyrir allar stærðir einbýlishúsa sem afgreiddar eru við verksmiðjudyr. Einingar koma með gluggum og hurðum, fullglerjuðum. Þakvirki, þakkantur, allar festingar fyrir reisingu, einangrun rakasperra og lagnagrind fylgja, ásamt öllum efnispakka fyrir alla milliveggi. Einingarnar eru klæddar láréttri báru og eru húsin afar fljótreist. Einnig eru einingar til afstúkunar á bílageymslu og brunahurð milli bílageymslu og aðalrýmis, auk bílskúrshurðar með járnum.

Láttu drauminn verða að veruleika með húsi frá Húseiningu. „Verðið er ótrúlega gott því hagræðing við smíðarnar er mikil. Við vöndum til allra verka og útkoman er ómótstæðileg í nýju, sterku og fallegu einbýli. Við bjóðum áhugasama kaupendur velkomna í heimsókn í verksmiðju Húseiningar í Vogum.“

Húseining ehf. er í Hraunholti 1, 190 Vogum.

Sími 770-5144.

Nánari upplýsingar á huseining.is og á netfanginu kjartan@huseining.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
01.07.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi
Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist