fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Kynning

Frumsýning Volvo XC40 Recharge tengiltvinn!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brimborg frumsýnir nýjan Volvo XC40 Recharge tengiltvinn á laugardaginn 22. febrúar að Bíldshöfða 6 í Reykjavík kl. 12-16.

Volvo er í fararbroddi rafhlaðinna bíla og kynnir nú til sögunnar Volvo XC40 Recharge, nýjan rafhlaðinn tengiltvinnbíl.

Volvo XC40 hefur fengið einstakt lof um allan heim fyrir einstaka hönnun að utan sem innan síðan hann kom á markað í fjórhjóladrifs dísilútgáfu og var meðal annars valinn bíll ársins í Evrópu 2019. Nú kynnir Brimborg hann í nýrri framdrifinni rafhlaðinni tengiltvinnútgáfu. Bíllinn sem þú treystir til að vernda fjölskylduna verndar nú umhverfið líka.

Volvo XC40 Recharge er vel búinn, öruggur bíll fyrir þá sem vilja stíga inn í rafmagnaða og umhverfisvæna framtíð án þess að hafa áhyggur af drægni og gæðum. Glæsilegur rafmagnaður bíll með miklu rými. Hann leysir helsta vandamál rafmagnsbílana sem enn eru takmarkaðir í drægni. Öflug og skilvirk akstursupplifun þar sem hægt er að komast um á rafmagninu einu í venjulegri daglegri notkun en hafa síðan bensínið til að komast í lengri ferðir án þess að þurfa að hlaða. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi á lengri ferðum eða hvort hleðslustöðvar séu á leiðinni jafnvel þó ferðavaginn sé tekinn með en dráttargeta Volvo XC40 T5 PHEV er 1.800 kg.

Forsala Brimborgar á XC40 Recharge Tengiltvinn hefur gengið mjög vel en yfir 50 bílar hafa selst áður en að bíllinn sjálfur er frumsýndur hér á landi.  Það er því búist við margmenni á frumsýningunni.

Helstu upplýsingar fyrir Volvo XC40 Recharge tengiltvinn:

  • Rafmagnaður, rúmgóður, framdrifinn tengiltvinnbíll
  • Stuttur hleðslutími rafhlöðu heima eða í vinnu
  • Kraftmikill með 262 hestöfl í heild
  • Nægt rafmagn í 51-56 km. sem dugar i venjulegt daglegt amstur.
  • Meðaleyðsla bensíns 2,0 -2,4 L/100 km
  • Verndar umhverfið með undir 45-55 g/km. í CO2 losun
  • Dráttargeta 1.800 kg. fyrir eftirvagn með hemlum
  • Veghæð mikil eða 21,1 cm.
  • 7 þrepa sjálfskipting
  • Ríkulegur staðalbúnaður

Mæligildi skv. WLTP staðli ESB.

Volvo XC40 Recharge tengiltvinn verð frá 5.090.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri