fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Krúska: Næring fyrir líkama og sál

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2020 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Krúsku við Suðurlandsbraut færðu meinhollan og ljúffengan skyndibita gerðan frá grunni af ást og umhyggju.

Skyndibiti, og þó?

Maturinn á Krúsku er eingöngu skyndibiti í þeirri merkingu að þú færð matinn fljótt. „Maturinn er að mestu leyti tilbúinn í borðinu hjá okkur. Stundum þarf rétt að skella á pönnu til þess að steikja eða hita upp. Stuttur biðtími gerir Krúsku að hinum fullkomna hádegisverðarstað. En við erum líka með opið á kvöldin til kl. 21.00. Að öðru leyti á maturinn fátt skylt við hefðbundinn, óhollan og feitan skyndibita,“ segir Guðrún Helga, framkvæmdastjóri Krúsku. „Stefnan hjá Krúsku er og hefur ávallt verið að gera allt frá grunni og nota einungis hreint og næringarríkt hráefni í matinn. Uppskriftirnar eru þróaðar af Steinari Þóri Þorfinnssyni, matreiðslumeistara og eiganda Krúsku. Allt brauð, allar sósur og allar maríneringar eru gerðar á staðnum. Fiskurinn kemur á hverjum morgni og við vitum aldrei hver fiskur dagsins er, fyrr en fisksalinn kemur með hann í hús. Með því að borða hreint þá líður okkur betur í líkamanum.“

Mynd: Eyþór Árnason

Meiri umhverfisvernd og minni matarsóun

Það er ekki bara gott fyrir líkamann að snæða matinn hjá Krúsku heldur er það ekki síður gott fyrir sálina. „Við hjá Krúsku vinnum gegn matarsóun með því að nýta allt hráefni sem til er og henda helst engu. Þá er okkur annt um umhverfið og notum eingöngu endurnýtanlegar og umhverfisvænar umbúðir. Við viljum halda plastnotkun í algeru lágmarki og erum t.d. ekki með plastpoka í ruslatunnunum okkar.“

 

Spennandi og síbreytilegur matseðill

Matseðillinn á Krúsku er síbreytilegur, en í grunninn er um sömu réttina að ræða sem víxlast dag frá degi. „Við erum með nokkrar grunnuppskriftir að kjúklingi, nokkrar af súpum og líka grænmetisréttum, en svo skiptum við út réttum á matseðli eftir því sem til er hverju sinni. Á hverjum degi bjóðum við upp á rétt dagsins á 1.790 kr. Hann er aldrei sá sami, enda erum við þá að nýta það hráefni sem við eigum til.“ Skoðaðu matseðil dagsins á vefsíðunni kruska.is.

Mynd: Eyþór Árnason

Mötuneyti og fyrirtækjaþjónusta

Krúska sér um mötuneyti í nokkrum framhaldsskólum og grunnskólum. „Stefnan er alltaf sú sama hjá okkur. Hreint og næringarríkt hráefni, allt gert frá grunni, hollur og góður matur fyrir ungmenni sem eru að vaxa og þroskast.“ Einnig býður Krúska fyrirtækjum upp á mataráskrift. „Þá eldum við matinn og sendum til hinna ýmsu fyrirtækja. Við bjóðum starfsmönnum upp á fjölbreyttan matseðil með alls konar mat sem höfðar til flestra. Þetta er að sjálfsögðu allt gert á staðnum úr besta hráefni sem hægt er að fá.“

Mynd: Eyþór Árnason

Veisluþjónusta

Krúska sér einnig um veislumat fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Við sjáum um allt frá mat fyrir fundarhöld til veislukrása fyrir brúðkaup og stærri veislur. Hver einasti biti frá okkur er handgerður úr besta mögulega hráefni. Þú finnur hvergi bakka frá okkur með frosnum heildsölusnittum. Þetta er alvöru matur úr alvöru hráefni.“ Á vefsíðunni má finna tillögur að veislumat fyrir ýmiss konar tilefni. „En við tökum að sjálfsögðu við öllum séróskum. Þá er bara að hafa samband við okkur í síma 557-5880 eða í tölvupósti kruska@kruska.is og við gefum þér verðhugmynd.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni kruska.is

Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík.

Opnunartími: 11–21 alla virka daga.

Sími: 557-5880

kruska@kruska.is

Facebook: Krúska ehf.

Mynd: Eyþór Árnason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum