fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Kynning

Húðin eins og silki í allan vetur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 08:00

RUHUKU býr að framúrskarandi efnum úr náttúrunni frá japönsku eyjunni Okinawa, þar sem er eyjarskeggjar eru þekkti fyrir langlífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn er nú mættur með tilheyrandi lægðum og leiðindum og við vitum öll hvað það þýðir. Þurrkablettir í húðinni, varaþurrkur og rafmagnað hár. Íslenska vefverslunin SANA – umhverfisvænar vörur, var stofnuð í septemer síðastliðinn og hafa móttökurnar verið vonum framar. Með opnun sana.is eykst vöruúrvalið á gæðahúðumhirðuvörum töluvert hér á landi í samræmi við aukna eftirspurn.

Íslenskir neytendur hafa enda beðið spenntir eftir því að komast í fyrsta flokks húð- og hárvörur frá flottum merkjum frá Asíu enda hafa vörur frá þessum svæðum vakið gríðarlega athygli. SANA býður upp á hágæða hreinar húðvörur frá Japan og Suður-Kóreu, frá merkjum þar sem umhverfismálin eru höfð að leiðarljósi. Vörurnar frá SANA eru fyrsta flokks og vernda húðina fyrir kuldanum og þurrkinum í vetur svo þú getir skartað silkimjúkri húð í allan vetur og allan ársins hring.

Aromatica vörurnar eru þekktar fyrir hreint framleiðsluferli og framúrskarandi innhaldsefni. 

Aldagamlar aðferðir og nýjungar

Austur Asía er afar framarlega þegar kemur að nýjungum í húðumhirðu og förðunarvörum. Hvort sem um er að ræða uppfinningar á nýjum vörum, eða í því að nýta margreyndar fornar austurlenskar aðferðir. En það er aldagömul hefð fyrir víðtækri húðumhirðu í þessum menningarheimum. Stofnendur SANA gerðu rannsóknir á þeim húð- og hárvörum sem hafa verið mikið í sviðsljósinu og vörur frá Japan og Suður-Kóreu stóðu upp úr hvað varðar gæði, hreint framleiðsluferli og langa sögu í húð- og hárumhirðu.

Umhverfisvæn framleiðsla

Merkin sem eru í boði hjá SANA heita AROMATICA, SIORIS, COKON LAB og RUHUKU og koma frá Japan og Suður-Kóreu. Öll merkin státa sig af hreinu framleiðsluferli, allt frá vatninu sem þau nota, rafmagninu, frá skrifstofum þeirra og verksmiðju. Það er passað upp á að lágmarka sóun og framfylgja áhrifaríkri umhverfisstefnu. Hugsunin varðandi pakkningarnar eru einnig umhverfisvænar, en pakkningarnar eru 100% endurvinnanlegar og kemur varan í gleri, eða umbúðum sem er PP, PET plast.

Vörurnar frá SANA eru fullkomnar í jólpakkann.

Ávallt það besta fyrir neytendur

Allar vörurnar í vefverslun SANA eru unnar úr hreinum afurðum og eru án skaðlegra efna. Vörurnar eru flestar vottaðar af EWG, eru vegan og COSMO/ECOCERT vottaðar. EWG vottun þýðir að varan hafi farið í gegnum vissa gæðaúttekt, þar sem athugað er hvort að innihald varanna standist ströngustu kröfur EWG vottunarinnar og haldi ekki upplýsingum frá notendum. COSMOS vottunin bannar notkun nanóefna, ásamt notkun á erfðabreyttum lífverum, gammageisla og röntgengeislað innihaldsefni, svo og prófanir á dýrum. COSMOS krefst lífrænnar vottunar, en vörurnar sem SANA býður upp á standast þessar kröfur og mun fyrirtækið ávallt leitast við að bjóða upp vörur í þessum gæðaflokki.

Góð húðumhirða er fyrir alla

Það er fallegt og hugulsamt að gefa jólagjafir sem gleðja og stuðla að góðri húðumhirðu. Húðumhirðuvörurnar frá SANA eru tilvaldar í jólapakkann enda umhverfisvænar, flestallar vegan, náttúrulegar, hreinar og virka vel. Svo skemmir ekki fyrir hvað þær koma í fallegum umbúðum og kjósa margir að hafa þær til sýnis á baðherberginu í stað þess að fela þær inni í skáp. Vörurnar frá SANA henta öllum kynjum og er hægt að finna vörur sem henta öllum húðgerðum, hvort heldur er þurra, feita, blandaða, unga sem aldna.

Hvert merki hefur sína sérstöðu. AROMATICA er þekkt fyrir hreint framleiðsluferli og framúrskarandi innhaldsefni. Ekki skemmir fyrir hvað hönnunin á vörunum er falleg. SIORIS leggur áherslu á mjög einfalda hönnun og hrein innihaldsefni. COKON LAB leggur einnig áherslu á að nota hrein og flott innihaldsefni og þá sérstaklega þegar kemur að mýktinni, þar sem vörurnar eru unnar úr silki. RUHUKU býr að framúrskarandi efnum úr náttúrunni frá japönsku eyjunni Okinawa, þar sem er eyjarskeggjar eru þekkti fyrir langlífi.

Umbúðirnar eru gullfallegar og sóma sér vel inni á baðherberginu.

Ný og spennandi vörumerki sem standast kröfur SANA munu bætast við fljótlega í vefverslunina sana.is og áhugasamir eru hvattir til þess að fylgjast með SANA á Instagram: Sana_vefverslun og á Facebook: SANA vefverslun.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á sana.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7