fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Kynning

Héraðsskólinn að Laugarvatni: Þar sem ástin blómstrar alla daga

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin hefur svo sannarlega fengið að blómstra í gegnum árin í Héraðsskólanum að Laugarvatni. Árin 1928–1996 var þar starfrækt hótel á sumrin og menntaskóli á veturna og var þar vafalaust til ófárra ástarsambanda stofnað. Okkar ástkæri rithöfundur, Halldór Laxness, á svo meðal annars Héraðsskólanum að þakka að hafa kynnst henni Auði sinni þar sem hún vann þar við hótelstörf á sumrin. Því má segja að þetta glæsilega hús, sem hannað var af arkitekti Íslands, Guðjóni Samúelssyni, hafi ósjaldan verið miðdepillinn í fjölmörgum ástarsögum.

Undanfarin ár hefur gistirekstur og veitingaþjónusta verið starfrækt í Héraðsskólanum allan ársins hring. Héraðsskólinn er þannig orðinn vinsæll áfangastaður elskenda úr borginni sem taka á sig stutt ferðalag um helgar til að slappa af í sveitasælunni á Laugarvatni.

Mikið úrval gistimöguleika er í Héraðsskólanum og geta gestir valið að dvelja í herbergjum með sérbaði eða með sameiginlegum baðherbergjum.

„Það er alltaf notalegt að komast úr borginni og heimsækja Bláskógabyggð“

Laugarvatn er fullkomið elskendaþorp og er svo sannarlega hægt að eyða helgi í þorpinu án þess að láta sér leiðast. Heitu laugarnar eru í göngufæri og svo er hægt að heimsækja alla þá spennandi og skemmtilegu ferðamannastaði sem finnast í Uppsveitum eins og Efstadal, Friðheima og Hellisbúana.

En það er alltaf gott að enda góðan dag með ljúffengum kvöldverði hér í gömlu skólastofunum í Héró, með gullfallegt útsýnið yfir vatnið og Heklu.

Þó svo að mikið sé um ástfangið fólk á Laugarvatni þá sækja hingað hópar allan ársins hring til þess að stunda jóga og halda vinnufundi. Í Héraðsskólanum er nefnilega að finna fullkominn jógasal og frábæra aðstöðu fyrir vinnufundi.

Nánari upplýsingar um bókanir og fleira má nálgast á vefsíðu hostelsins, heradsskolinn.is.

Héraðsskólinn er einnig áberandi á öllum samfélagsmiðlum svo sem Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Youtube og Google+.

Ljósm: Rosalia Filippetti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið