fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 15. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er að undra þótt gólfhiti sé næstum því staðalbúnaður í nýjum húsum. Þá er einnig algengt að eigendur eldri húsa skipti út ofnum fyrir gólfhitalagnir. Ofnar eru oft stórir og klunnalegir og taka dýrmætt fermetrapláss. Margir skyggja á glugga sem ná niður í gólf og geta verið mikil herbergislýti. Hitadreifingin er betri og þetta er hagkvæmari lausn í upphitun húsa. Sumir óttast enn fremur að ofnalagnir fari að leka inni í veggjunum. Svo er það einfaldlega svo þægilegt og notalegt að ganga á hlýju gólfi. Heit gólf sérhæfir sig í hitalögnum í gólffleti hvort heldur er fyrir einstaklinga, iðnaðarmenn eða stofnanir og fyrirtæki. Einnig sérhæfa þeir sig í flotun. „Það skiptir í raun ekki máli hvaða gólfefni er valið ofan á, við mælum alltaf með því að fólk floti yfir lagnirnar,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa.

„Við leggjum metnað í stundvísi og gefum eins nákvæma tímasetningu um verklok og hægt er. Að fræsa fyrir hitalögnum, leggja þær, sem og að flota gólfin eftir á tekur oftast um 1–2 daga en gólf eru mishörð. Í nýrri húsum er algengt að grunnurinn sé úr sterkri stepu. Í eldri húsum er grunnurinn úr gljúpari efnum. Við notum Hepa filtera þegar við fræsum fyrir rörunum. Sían tekur nær allt ryk sem myndast, minnkar þörf á þrifum og líkum á því að sveppagró úr myglusvepp, sem getur myndast í eldri gólfum og jafnvel nýrri húsum, dreifist út um allt hús. Öflug rafstöð í bílnum okkar knýr áfram allan okkar búnað. Því erum við óháðir rafmagni á hverjum stað fyrir sig.“

Réttu efnin og hitastigið

„Við notum 16 mm þýskar hágæða rörlagnir, sem eru jafnframt þær sverustu. Virknin er hraðari enda munar töluverðu í rúmmetrum á vatni sem kemst í gegnum rörin, hvort þú sért með 16, 14 eða 12 mm. Góð uppblöndunarkista er líka mikilvæg. Hún sér til þess að vatnið sem fer í gólfið sé við rétt hitastig. Heita vatnið sem kemur í húsin er allt frá 60–90°C en kistan blandar vatnið niður 30°C. Of heitt vatn í lögnunum getur valdið skemmdum á gólfefnum. Við mælum ávallt með Danfoss gólfhitakistunum. Svo er hægt að setja þráðlausan nema til að stjórna hitanum í hverju herbergi fyrir sig. Ef þú ætlar að kíkja í bústaðinn yfir helgina hringirðu í Danfoss og þeir auka hitann í bústaðnum áður en þú mætir á staðinn. Ef þú svo gleymir að minnka hitann þegar þú ferð er hægt að redda því án þess að þurfa að gera sér ferð á staðinn. Ekki henta alveg öll gólfefni jafn vel á upphituð gólf, þó svo að flest geri það. Því er mikilvægt að ráðfæra sig við söluaðila gólfefna um hvaða efni henta og hver ekki.“

Heit gólf hefur tekið að sér fjölda verkefna og eru viðskiptavinir afar ánægðir með vinnuna.

 

„Ég vil þakka ykkur, og þér Þór sérstaklega, fyrir vel unnið verk og góða þjónustu. Þeir hjá Heitum Gólfum komu til mín og fræstu fyrir gólfhita á 102 fermetrum af efri hæðinni. Samskipti voru bæði fagmanleg og ánægjuleg ásamt því að allar tímasetningar stóðust. Tækjabúnaður er öflugur og var fræsingin ryklaus. Ég er ekki með 3ja fasa rafmagn og það var því mikill kostur að þeir nota eigin rafstöð í vinnubílnum og þurfa ekki að tengjast rafmagnskerfi hússins. Þeir voru mjög sveigjanlegir og tóku vel í sérþarfir viðskiptavinarins s.s. að hafa þéttara lagnabil við útveggi og að fræsa fyrir 17 mm gólfhitarörum í stað þess sem venja er,“ – Skúli Guðmundsson.

Gólfhitalagnir eru ekki bara innandyra lausn. „Við leggjum bæði vatnslagnir og raflagnir í útitröppur. Það er að sjálfsögðu meiri vinna og dýrara en hefðbundið verk, en það getur líka verið rándýrt að fótbrjóta sig í hálum tröppum. Sjálfur er ég með rafhitalagnir í útitröppunum heima og þetta borgar sig margfalt. Maður einfaldlega kveikir á þessu í desember og slekkur í mars. Tröppurnar eru þurrar allan ársins hring. Ég þarf aldrei að moka snjó og hálar tröppur eru úr sögunni,“ segir Þór.

https://www.facebook.com/heitgolf/videos/435181090534090/

Heit gólf á Stöð 2 í þættinum Gulli Byggir. Hitalagnir voru settar í gólf og flotað fyrir Nínu og Gísla.

Nánari upplýsingar á heitgolf.is og Facebook: Heit gólf.

Glaðheimar 16, 104 Reykjavík.

Sími: 430-8300 og  830-8300

heitgolf@heitgolf.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum