fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

108 Matur: Metnaðarfullur og heimilislegur hádegisverður

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2019 09:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

108 Matur er nýr veitingarstaður í Fákafeni 9. Staðinn reka matreiðslumennirnir og matargötin Gunnar Davíð Chan og Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson, en þá hafði lengi dreymt um að opna góðan matsölustað þar sem hægt væri að fá ljúffengan og heiðarlegan heimilismat á sanngjörnu verði í hádeginu.

 

„Heimagert“ er alltaf betra

„Við erum báðir menntaðir og reyndir matreiðslumenn og finnst gott að borða góðan mat. Hugmyndin er að vera með heimilismat sem er eldaður af alúð og metnaði. Við gerum því allan mat, meðlæti og sósur á staðnum sjálfir. Við berjum snitselið út sjálfir og pannerum, steikjum fiskibollurnar sem eru gerðar eftir okkar uppskrift og í meðlæti gerum við m.a súrar gúrkur og búum til okkar eigin rauðkál. Hér er ekkert dósameðlæti eða pakkamús,“ segir Baldur.

Mynd: Eyþór Árnason

Matseðillinn á 108 Mat er síbreytilegur og hugmyndin var alltaf sú að elda mat sem þeim félögum þótti báðum gott að borða. „Við viljum leika okkur með matseðilinn þannig að það sé alltaf eitthvað nýtt og spennandi, bæði fyrir kúnnann en líka fyrir okkur. Okkur finnst meðlætið skipta miklu máli líka og höfum við verið að leika okkur þar. Þá höfum við verið að grilla lauk, hvítkál og toppkál, hægelda gulrætur, baka rófur o.s.frv.

Meðlætisbarinn. Mynd: Eyþór Árnason

Það eru tveir fastir réttir á hádegisseðlinum sem hafa verið þar frá upphafi. Það eru fiskibollur og snitselið. Við reyndum einu sinni að skipta út bollunum en þurftum að setja þær strax aftur á seðilinn útaf eftirspurn. Annars skiptum við reglulega út hinum réttunum. Um daginn vorum við með pönnusteikta löngu í rjómasósu sem var líka mjög vinsæl. Einnig er stutt síðan við vorum með djúpsteiktan kjúkling með asískri sósu, svona „sticky chicken“, sem vakti þvílíka lukku og menn eru enn að spyrja hvenær sá réttur komi aftur.“

Víðfrægar fiskibollur. Mynd: Eyþór Árnason

Fyrirtækjaþjónusta

108 Matur er einnig með fyrirtækjaþjónustu og sendir þá hádegisverð í fyrirtæki. „Við erum með fyrirtæki á föstum samning þar sem starfsmenn koma á staðinn og borða hjá okkur. Þetta hefur vakið mikla lukku hjá starfsmönnunum enda er góður hádegisverður gulli betri. Ef fyrirtæki hafa áhuga á að kynna sér þetta þá bara endilega hafa samband við okkur.“

Girnilegur og góður heimilismatur í hádeginu. Mynd: Eyþór Árnason

Hvað er í matinn hjá þér?

Heitur matur í hádeginu stendur frá 11:30-14:00. Hann samanstendur af 4-5 réttum og er alltaf birtur á Facebook . „Þetta er eins og hálfgert hlaðborð en þó eins og að koma í sunnudagslæri til mömmu. Þú færð kjötið eða fiskinn og kartöflur á disk og færð þér svo sjálf/sjálfur meðlæti og sósu.

Mynd: Eyþór Árnason

Einnig er sérréttamatseðill þar sem hægt er að panta salat, sjávarréttasúpu og kúklingasamloku úr eldhúsinu. Eftir klukkan 14:00 er heiti maturinn tekinn niður og þá er pantað af matseðli sem samanstendur af sömu réttum og voru í hádeginu nema að þá eru þeir eldaðir eftir pöntun. Það gerum við til kl. 18:00 en þá lokar eldhúsið.“ Alla rétti er hægt að fá til þess að borða á staðnum eða til þess að taka með sér heim. 108 Matur býður upp á stimpilkort þegar keypt er heitur matur í hádeginu milli 11:30-14:00 þannig að tíundi hver málsverður er frír. „Um helgar bjóðum við einnig upp á að fá leigðan salinn fyrir veislur. Þá sjáum við séð matinn í veisluna.“

Notalegur salur. Mynd: Eyþór Árnason

Þetta á að vera gaman

108 Matur opnaði um páskana og hefur gengið ótrúlega vel og hlökkum við til að sjá staðinn vaxa og eignast fullt af fastakúnnum. Það er verið að vinna við að klára heimasíðuna okkar 108matur.is þar sem hægt verður að nálgast allar uplýsingar en á meðan er hægt að nálgast þær á Facebooksíðunni okkar.

Mynd: Eyþór Árnason

Fákafeni 9, 108 Reykjavík.

Sími: 533-3010

Fylgstu með á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins
Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla
Kynning
Fyrir 1 viku

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!