fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

KR: „Það eru allir á jafnri grundu í rafíþróttum“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rafíþróttadeild KR byrjaði þegar við stofnuðum lið til þess að keppa í Counter Strike í Lenovo deildinni, sem var fyrst haldin fyrir fjórum mánuðum. Eins og staðan er í dag er CS liðið okkar, andlit rafíþróttadeildar KR. Þeir stóðu sig með prýði á þessu móti og við væntum þess að þeir standi sig einnig vel á næsta móti. Rafíþróttir eru gríðarlega vinsælar í dag og hafa áhorfendur verið yfir 200 talsins á hverjum leik. Við hjá KR erum ákaflega spennt að taka þátt í þróun rafíþrótta á Íslandi því Íslendingar eiga marga hæfileikaríka spilara sem gætu gert góða hluti í rafíþróttamótum erlendis,“ segir Þórir Viðarsson, hjá rafíþróttadeild KR.

Námskeið í rafíþróttum

Starfsemi innan deildarinnar hefur þróast mikið á undanförnum mánuðum og er það góðu starfi Rafíþróttasambands Íslands að þakka. „Við höfum sótt um styrki hjá íþrótta- og tómstundaráði til að fjármagna búnað fyrir iðkendur rafíþrótta hjá KR. Þá munum við halda námskeið í tölvuleikjaspilun fyrir krakka á aldrinum 6–16+ í haust.

Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu hjá foreldrum vegna þess að KR ætli að fara af stað með námskeið í rafíþróttum. Haldinn verður kynningarfundur á næstu dögum þar sem kynnt verður fyrir foreldrum og öðrum áhugasömum hvernig starfinu verður háttað. Við stefnum á að starfið byrji í september og að það verði þrjú tímabil yfir árið. September-október, nóvember-desember og janúar-febrúar. Kennt verður tvisvar í viku, í 8–10 vikur. Kennslustundirnar verða 90 mínútna langar, nemendur eru um 12 talsins og tveir þjálfarar í hverjum tíma. Byrjað er á 30 mínútna spjalli, fræðslu og upphitun til þess að liðka, teygja, tryggja góða líkamstöðu og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Svo er spilað í 60 mínútur sem er gott viðmið þegar kemur að skjátíma barna.“

 

Ekki bara tölvuleikaspil

Rafíþróttir eru svo miklu meira en bara að spila tölvuleiki. Til þess að vera góður spilari þarf margt að koma saman. Það er mikilvægt að æfa markvisst, huga vel að líkamlegu heilbrigði sem og félagslega þættinum, en góður spilari þarf að hafa úthald og einbeitingu. Þá er mikil áhersla lögð á samvinnu og samkennd hjá iðkendum rafíþrótta því liðsheild er mikilvægur þáttur í mörgum tölvuleikjum.

Mismunandi tölvuleikir eru spilaðir út frá hverjum aldursflokki fyrir sig enda þarf að passa upp á að krakkar séu að spila leiki sem henta þeirra aldursflokki.

Í aldursflokknum 6–8 ára verða spilaðir FIFA og Rocket League.

Í aldursflokknum 9–12 ára eru FIFA, RL og Fortnite.

13–15 ára spila League of Legends, FIFA, RL og Fortnite.

Svo í flokknum 16+ eru spilaðir LoL, FIFA, RL og svo Counter Strike.

„Í mars verður haldið keppnismót fyrir alla iðkendur í viðkomandi leikjum. Þetta verður stórt og skemmtilegt mót í A-salnum í Frostaskjóli og nær yfir heila helgi. Svo verður glæsileg skemmtidagskrá í kjölfarið.“

Stelpur og strákar á jafnri grundu

„Með rafíþróttadeild KR viljum við skapa félagslegt stuðningsumhverfi fyrir unga spilara og eldri. Það eru ekki allir byggðir fyrir hefðbundnar boltaíþróttir en margir hafa gríðarlega hæfileika á öðrum sviðum eins og tölvuleikjaspilun. Það er svo eins með rafíþróttir og skák að það er ekki kynjaskipt í þessum deildum. Þegar kemur að slíkum hugaríþróttum þá eru allir á jafnri grundu.“

KR á gríðarlega sterkt lið í Counter Strike og stefnir á að stofna sambærilegt lið í LoL. „CS liðið okkar stóð sig gífurlega vel í Lenovo deildinni síðast. Nú síðast tóku þeir þátt í ESEA Open. 381 lið skráði sig á mótið og okkar menn komust í 16 liða úrslit, sem má teljast frábær árangur. Markmiðið er að koma þeim svo út í heim til að keppa á stórmótum á borð við Copenhagen Games, sem verður haldið um páskana á næsta ári. ESEA er stórt mót, af svipaðri stærðargráðu og Evrópumót félagsliða í fótbolta, sem haldið er árlega og keppa þar lið hvaðanæva úr heiminum.“

Fylgstu með rafíþróttadeild KR á Facebook: KR.Esports

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum