fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Kynning

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vélfang ehf. var stofnað vorið 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálmasyni, Skarphéðni Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni, Þórði Jónssyni og Kristjáni Ragnarssyni. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og í dag selur fyrirtækið og þjónustar jafnt nýjar sem notaðar vélar og tæki fyrir landbúnað, vélaverktaka, golfvelli og sveitarfélög.

 

15 ára reynsla

„Við veitum framúrskarandi þjónustu og miðlum þekkingu sem byggir á tæplega 15 ára reynslu. Hjá okkur starfar fámenn en öflug liðsheild með mikla starfsreynslu á sviði bú- og vinnuvéla. Í raun er erfitt að skilgreina starfssvið hvers og eins en eitt eiga starfsmennirnir sameiginlegt: Það er rík þjónustulund og vilji til að leysa þau verkefni sem framundan eru. Við höfum allt frá upphafi lagt áherslu á að ráða gott og öflugt fólk til starfa, sem passar inn í þann hóp og þann góða anda sem fyrir er. Einn okkar er til dæmis svo skáldmæltur að hann getur beinlínis talað í ferskeytlum. Hann heitir Kristján og sér um vísnaþátt fyrirtækisins,“ segir Eyjólfur og bendir á að andinn innan fyrirtækisins sé sérstaklega góður.

 

Þjónustar nýjar vélar, gamlar og varahluti

„Starfsmenn okkar keppast við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna, hvort sem um er að ræða sölu og þjónustu á notuðum eða nýjum vélum eða við útvegun varahluta. Stundum hentar góð, notuð vél jafn vel og ný, og öfugt,“ segir Eyjólfur. Stór hluti af starfsemi Vélfangs ehf. er varahlutaþjónustan. Fyrirtækið er með umboð fyrir fjölda fyrirtækja sem þjónusta vinnuvélar. „Því höfum við tök á að afgreiða flesta sem til okkar koma með skjótum og öruggum hætti,“ segir Eyjólfur. Helstu framleiðendur sem Vélfang hefur umboð fyrir eru CLAAS, Fendt, Kuhn, Redrock, og margir fleiri.

JCB – heimsklassa fjölskyldufyrirtæki

„Við erum stolt að geta sagt frá því að Vélfang ehf. tók við umboði fyrir JCB-vinnuvélar á haustmánuðum 2009. JCB er einn stærsti framleiðandi vinnuvéla í heimi og í gegnum tíðina hefur hann fjárfest mikið í rannsóknum og þróun. Með þessu móti heldur fyrirtækið sér fremst í flokki nýsköpunar og að sama skapi getum við útvegað fyrsta flokks vinnuvélar fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Eyjólfur.

Gæðafatnaður á góðu verði

„Nýlega stækkaði Vélfang verslun sína og ákváðum við að bjóða upp á meira úrval í gæðafatnaði, fyrir alla fjölskylduna, minjagripum og leikföngum. Við bjóðum upp á gott vöruúrval af sterkbyggðum vinnufatnaði fyrir alla fjölskylduna, svo sem samfestinga, smekkbuxur, boli, hanska og fleira. Einnig erum við með geysivinsælar hettupeysur með traktor framan á og vinnuhanska fyrir börn. Úrval af leikföngunum er alltaf að aukast hjá okkur sökum mikillar eftirspurnar. Við erum einnig með frábært verð á leikföngunum og fatnaði sem kemur á óvart,“ segir Eyjólfur.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.velfang.is og Facebook-síðunni Vélfang ehf.

Gylfaflöt 32, Grafarvogi og Frostagötu 2a, Akureyri

Sími: 580-8200

Opið alla virka daga frá 08.00–17.00

Netpóstur: velfang@velfang.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
14.03.2020

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
14.03.2020

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun