fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Kynning

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 11:00

Öryggisnetið fyrir utan-fyrir eldri börnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sjötta sumarið í röð sem við förum af stað með trampólínsöluna en þetta hefur gengið vonum framar og við höfum selt hátt í tvö þúsund Bebon Sport-trampólín síðan við byrjuðum á þessu. Fólk hefur bókstaflega verið í skýjunum yfir trampólínunum okkar,“ segir Jóhannes Arnar, eigandi Trampólín.is

Trampólín hafa verið sérlega vinsæl undanfarið og það er alls ekki að ástæðulausu. Trampólín eru stórskemmtileg útileikföng til að hafa ofan af fyrir börnum og barnalegum foreldrum þeirra klukkustundum saman. Þetta er líka holl og góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað það er gaman að finna vindinn í hárinu, hátt uppi í lausu lofti með fiðring í maganum.

 

Selja í trampólín allt árið

„Við erum með vefverslun sem er opin allt árið þar sem við seljum trampólín frá Bebon Sport, af öllum stærðum og gerðum. Bebon Sport framleiðir endingargóð og sterkbyggð trampólín auk varahluta og aukahluta. Við erum með gott úrval af varahlutum og aukahlutum fyrir trampólín, hvort heldur er fyrir þá gerð sem við seljum eða sem passa í aðrar gerðir trampólína. Við eigum öryggisnet, tröppur, vindfestingar, hlífðardúka yfir gormana og margt fleira. Annars er búðin okkar í Mörkinni 1 opin frá byrjun maí og fram í júní/júlí, eftir því hversu mikið við eigum af trampólínum á lager.“

Öryggisnetið fyrir innan – fyrir yngri börnin.

Tryggð við sama framleiðandann ár eftir ár

„Það sem sker okkur frá samkeppnisaðilum er helst það að við höfum verið tryggir sömu trampólínframleiðendum ár eftir ár, í stað þess að vera að eltast við lægsta verðið hverju sinni. Þetta þýðir að það er hægt að bóka að við eigum aukahluti og varahluti sem passa í trampólínin frá okkur.“

Öryggisnetið fyrir utan – fyrir eldri börnin.

Gefa góð ráð

„Við sérhæfum okkur í trampólínum og getum gefið góð ráð varðandi uppsetningu á þeim. Einnig bjóðum við upp á þá þjónustu að keyra trampólínin til viðskiptavina okkar innan höfuðborgarsvæðisins án endurgjalds og svo tökum við að okkur uppsetningu trampólína ef þess er óskað. Við póstsendum svo trampólín gegn vægu gjaldi til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.“

Að mörgu þarf að huga við uppsetningu á trampólíni:

  • Fyrsta regla er alltaf að fara eftir leiðbeiningum við uppsetningu og virða hámarksþyngd sem gefin er upp fyrir hvert trampólín fyrir sig.
  • Öryggisnet eru ýmist fyrir innan eða utan súlurnar. Fyrir yngri krakka þá er það yfirleitt sett fyrir innan en fyrir eldri börn er það oftast fyrir utan súlurnar.
  • Plássið í garðinum segir til um hversu stórt trampólínið má vera.
  • Passa að hafa trampólínið á mjúku undirlendi. Grasi eða öðru.
  • Ávallt skal hugsa vel um trampólínið og skipta út ónýtum hlutum fyrir nýja varahluti.

Það geta allir, ungir sem aldnir, fundið sér trampólín við hæfi hjá Trampólín.is. „Við liggjum ekki á stórum lager og því er um að gera að kíkja á úrvalið hjá okkur. Einnig er veðrið farið vera til friðs þannig að það er um að gera að huga að uppsetningu til að nýta sumarið sem best úti á trampólíninu,“ segir Jóhannes.

 

Verslunin er í Mörkinni 1 (Kjallara. Inngangur baka til)

Vefverslun: trampolin.is

Facebook: Tramoplin.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7