Sunnudagur 23.febrúar 2020
Kynning

Kynning: Margt smátt gerir eitt stórt

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 09:00

Góður og grænn drykkur sem er heilsusamlegur að auki. Til að “poppa drykkinn upp” má til dæmis bæta við kanil, túrmerik, hörfræ eða chiafræ, smá epladjús eða tvær döðlur til að sæta aðeins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að breyta lífsstílnum er langtímavinna sem best er að skipta niður í mörg lítil og viðráðanleg verkefni. Með þrautseigju og hjálp meltingarensíma og mjólkursýrugerla verður það árangursríkara. Að líða vel í eigin skinni og vera sáttur við sjálfan sig er eftirsóknarvert en við eigum kannski misauðvelt eða erfitt með að komast á þann stað. Þegar við viljum bæta heilsufar og vellíðan almennt er gott að huga vel að nokkrum grundvallaratriðum sem geta skipt sköpum varðandi árangursríkt framhald.

 

Jafnvægi á líkama og sál Það skiptir öllu máli að andleg líðan sé góð en þegar við erum ekki í góðu jafnvægi getur verið erfitt að koma mataræðinu í gott horf og svo öfugt. Við verðum að fara yfir nokkra þætti sem skipta okkur öll miklu máli og finna hvar þarf að laga hlutina til að vera í jafnvægi en þetta eru atriði eins og:

 

 • Sambönd (hjónaband, fjölskylda og vinir)
 • Atvinna – erum við sátt?
 • Fjármál / fjármálaáhyggjur
 • Hreyfing
 • Andleg líðan

 

Samhliða skoðum við svo mataræðið og fyrstu skrefin þar snúast alltaf um það að taka út óæskilega næringu eins og sykur, unna matvöru og þau matvæli sem valda vanlíðan ásamt því að koma reglu á máltíðir,

 

Meltingin er grunnurinn

Nýjustu rannsóknir staðfesta alltaf betur og betur hversu mikilvægt það er að hafa meltingarfærin í lagi og hvaða áhrif þarmaflóran hefur bæði á líkamlega og andlega líðan. Að auki leikur hún stórt hlutverk í að viðhalda öflugu ónæmiskerfi. Við þurfum að geta brotið fæðuna vel niður til að næringarefnin frásogist en til þess að það gerist þarf þarmaflóran að vera í jafnvægi. Meltingarfærin eru því það fyrsta sem við þurfum að huga að til að geta nærst vel því um leið og upptakan er góð og við skilum frá okkur eðlilegum hægðum kemst betra jafnvægi á og við höfum stigið stórt skref í átt að heilbrigðara lífi. Það má líkja þessu við að við séum að byggja hús og við byrjum á grunninum. Því traustari og betur gerður sem grunnurinn er, þeim mun auðveldara verður að byggja ofan á þannig að allt haldi vel.

 

Góður og grænn á morgnana

Til að koma sér af stað á morgnana getur hentað vel að gera sér góðan grænan drykk fullan af næringarefnum og trefjum sem er gott fyrir meltinguna. Vel samsettir drykkir hafa líka jákvæð áhrif á blóðsykurinn og hjálpa í baráttunni við sykurpúkann. Það þarf ekki að vera flókið að skella í góðan drykk og tekur varla meira en 2-3 mínútur.

 

Þreyta eftir máltíðir

Ensím eru nauðsynleg í öllum efnaskiptum í líkamanum en í hráu fæði eru ensím sem verða óvirk við eldun. Þegar við borðum eldaðan og unninn mat notar líkaminn orkuna til að finna og flytja ensím til meltingarvegarins – hver hefur ekki fundið fyrir þreytu eftir stórar máltíðir? Með hækkandi aldri gerist það líka að framleiðsla ensíma í líkamanum minnkar en ensímaskortur getur lýst sér í eftirtöldu:

 

 • Brjóstsviði
 • Vindverkir
 • Uppþemba
 • Kviðverkir & ógleði
 • Bólur
 • Nefrennsli
 • Krampar í þörmum
 • Ófullnægt hungur
 • Exem
 • Höfuðverkur
 • Skapsveiflur
 • Liðverkir
 • Húðkláði
 • Húðroði
 • Svefnleysi

 

Það er alltaf mikilvægt að borða „lifandi fæðu“ eins og grænmeti og ávexti með elduðum mat og fjölmargir hafa einnig fundið lausn í að taka inn meltingarensím til að auðvelda líkamanum verkið og nýta fæðuna betur. Þetta er einnig grundvallaratriði í átt að heilbrigðari lífsstíl. Meltingarensímin frá Enzymedica eru tekin inn með mat og hafa losað fólk við ótrúlegustu óþægindi og aukið orku til muna. Aðferð við vinnslu á ensímunum kallast Thera-Blend og er það einkaleyfisvarin aðferð sem gerir þeim kleift að vinna á mismunandi pH- gildum í líkamanum og gerir þau 5-20 sinnum öflugri en önnur meltingarensím.

„Meltingarensímin frá Enzymedica eru tekin inn með mat og hafa losað fólk við ótrúlegustu óþægindi og aukið orku til muna.“

 

Aukið heilbrigði fyrir alla

Fyrir utan bæði D-vítamín og Omega-3 fitusýrur sem er okkur lífsnauðsynlegt að taka inn í formi bætiefna eigum við að taka inn öfluga mjólkursýrugerla. Það er stöðugt álag á meltingunni og atriði eins og streita, lyf, áfengi, sykur og koffein sem geta valdið því að hvorki meltingin (í maganum) né þarmaflóran er í nógu góðu jafnvægi. Bio-Kult mjólkursýrugerlarnir eru mjög öflugir fyrir þarmaflóruna og efla ónæmiskerfið en Bio-Kult Candéa inniheldur auk 7 gerlastofna hvítlauk sem er bakteríudrepandi og öflugur fyrir ónæmiskerfið og GSE (Grapefruit Seed Extract) sem inniheldur öflug efnasambönd sem vinna gegn fjölmörgum bakteríutegundum, veirum og sveppum og þá sérstaklega Candida-svepp sem margir kannast við.

Ávísun að betri líðan

Gott er að stefna inn í sumarið með smá aðgerðaplan að vopni. Tökum út sykurinn með hjálp græna drykkjarins til að byrja með og hugum svo að mataræðinu ásamt því að fara almennt yfir líðan okkar í leik og starfi. Hér eru svo nokkrar þumalputtareglur sem hægt er að hafa til hliðsjónar en það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

 

 • Borðum hreina fæðu
 • Borðum árstíðabundið
 • Borðum mat sem við þolum
 • Borðum reglulega, ekki eftir kvöldmat
 • Eldum frá grunni
 • Áfengi í hófi
 • Sykur í hófi
 • Sleppum unnum matvælum og forðumst viðbættan sykur
 • Drekkum vatn
 • Sofum nóg
 • Forðumst streitu
 • Hreyfum okkur – ferskt loft
 • Ræktum sálina

 

Skoðum okkur ekki bara í speglinum, líka innávið:

 • Hjónaband
 • Vinna
 • Fjármál
 • Félagslíf o.fl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Krúska: Næring fyrir líkama og sál

Krúska: Næring fyrir líkama og sál
Kynning
Fyrir 3 vikum

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN