Sunnudagur 23.febrúar 2020
Kynning

Sundlaugin í Þorlákshöfn: Ævintýraveröld fyrir fjölskyldufólk

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2019 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru eitt stærsta ferðatímabil Íslendinga enda tilvalið að brjóta upp á grámann og vorhretið með því að skella sér í stuttar dagsferðir út á land. Í Þorlákshöfn er að finna eina af flottari sundlaugum landsins sem dregur fólk hvaðanæva að. Laugin var endurbyggð og tekin í notkun með pomp og prakt í ágústbyrjun 2008.

Sundlaugin er með glæsilegu útisvæði með tveimur glænýjum heitum pottum sem voru teknir í gagnið síðastliðið sumar, 25 metra laug fyrir sundgarpa, tvær vatnsrennibrautir, vaðlaug og fyrirtaks eimbað. Að auki eru bæði inni- og útiklefar.

Skrautfjöðrin er innisvæðið

„Krúnudjásn sundlaugarinnar í Þorlákshöfn er þó án efa innisvæðið.“ Þar er að finna stórkostlega ævintýraveröld fyrir ungviðið. Innilaugin er 45 sentimetra djúp vaðlaug með fjöldanum öllum af skemmtilegum leiktækjum. „Hér eru fötur, sveppur með fossi, leikkastali, rennibrautir, vatnsspúandi ormur og margt fleira. Laugin er um 35°C og lofthitastig er einnig í kringum 35°C sem hentar krökkunum sérstaklega vel. Foreldrarnir geta haft góða yfirsýn frá bakkanum og geta fylgst vel með börnum sínum ofan í lauginni. Aðrir skemmta sér við að leika sér ofan í lauginni með krökkunum.“

Laugin trekkir að

„Það eru margar barnafjölskyldur sem gera sér sérstakar ferðir úr Reykjavík hingað til Þorlákshafnar, til þess að skella sér í sund. Enda þótt laugarnar á höfuðborgarsvæðinu séu fjölmargar, þá er þar ekkert að finna í líkingu við það sem við erum með hér. Börnin elska að fá að leika sér óhindrað í laug sem er sérstaklega hönnuð fyrir þau, með fullt af leiktækjum og nóg vatn til að skvetta framan í grunlausa foreldra sína. Á virkum morgnum er sérlega vinsælt fyrir nýbakaða foreldra að gera sér ferð hingað. Þá er einstaklega rólegt og hentar þá vel að fara í laugina með þau allra yngstu.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni olfus.is og Facebook-síðunni: Sundlaug Þorlákshafnar

Vetraropnun, 1. september til 31. maí:

Virka daga:  07.00–21.00

Um helgar:  10.00–17.00

Hafnarbergi 41, 815 Þorlákshöfn

Sími: 480-3890

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Krúska: Næring fyrir líkama og sál

Krúska: Næring fyrir líkama og sál
Kynning
Fyrir 3 vikum

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA Á MORGUN