fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hormónajóga – Leið til að endurvekja hormónabúskap þinn

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Laugardaginn 30. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Hormónajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn, eftir Dinah Rodrigues í þýðingu Rakelar Fleckenstein Björnsdóttur, kom út í vor og hefur fengið frábærar viðtökur. Bókin er fáanleg í öllum bókaverslunum, á bókasöfnum og í vel völdum jógaverslunum og jógastöðvum.

Hvað er hormónajóga?

Hormónajóga er náttúruleg og heildræn meðferð sem örvar þau líffæri og þá kirtla sem sjá um framleiðslu kynhormóna með því að nudda líffærin innan frá (stöður og öndunaræfingar), stýra lífsorkunni (prana og svipar til Qigong lífsorkuæfinganna) og beita jóga nidra sem hefur huglæg áhrif. Sú tegund af hormónajóga sem hér er kynnt til sögunnar samanstendur af sérstakri æfingaröð fyrir konur, 35+, sem tekur rúman hálftíma að gera. Æfingarnar eru ekki flóknar en það er nauðsynlegt að gera þær reglulega, allavegana til að byrja með og til þess þarf  þolgæði.

Upphafskona hormónajóga er Dinah Rodrigues frá Brasilíu. Þessi 92 ára gamla kona er besta auglýsingin fyrir árangurinn af æfingunum. Dinah byggir æfingarnar á áratugareynslu af jógaiðkun, kennslu og rannsóknum tengdum lífeðlisfræði. Rakel nam fræðin hjá Dinah í Þýskalandi og er fyrsti, og eini kennarinn hér á landi, sem hefur réttindi til að kenna aðferðafræði hennar.

Dinah hefur þróað þrenns konar hormónajóga: fyrir konur, eins og það sem kynnt er í  bókinni, fyrir karla (streitulosandi) og fyrir sykursjúka.

Kemur í veg fyrir eða dregur úr einkennum

Regluleg ástundun æfinganna kemur í veg fyrir eða dregur úr margvíslegum einkennum sem gjarnan eru fylgifiskar breytingaskeiðisins. Einkennin eru mun fleiri en okkur grunar en þekktust eru hitakóf, þurrkur í leggöngum, þreyta, pirringur, svefntruflanir og minni kynhvöt. Í kringum fertugt fer að draga úr virkni eggjastokkanna og framleiðsla estrógens og prógesteróns minnkar. Fram að tíðahvörfum sér estrógen kynhormónið í líkamanum um að vernda konur en við tíðahvörf er hætta á að þessi vernd hverfi að mestu þegar magn estrógens minnkar. Þess vegna er svo mikilvægt að við viðhöldum eða endurvekjum hormónaframleiðsluna og best er að gera það á náttúrulegan hátt.

Hvaða konur ættu að stunda hormónajóga?

Hormónajóga er himnasending til kvenna á breytingaskeiði en það hefur líka reynst konum á snemmbúnu eða ótímabæru breytingaskeiði vel. Einnig konum sem eru með óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fjölblöðruheilkenni (PCOS), fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga.

Rakel vill hvetja þær konur sem eru að huga að barneignum, sem virðast ekki ætla að ganga eins og vonir stóðu til, að skoða hormónajóga. Reynslan sýnir að fjölmargar konur hafa orðið þungaðar með því að stunda hormónajóga reglulega og er Dinah Rodrigues stolt af því að „eiga“ jógabörn úti um allan heim. Í hormónajóga gerum við líka streitulosandi æfingar og allt hjálpar þetta til.

Til að halda utan um útgáfu bókararinnar var fyrirtækið Yoga Natura ehf. stofnað en það er í eigu Rakelar Fleckenstein Björnsdóttur, hormónajóga- og hathajógakennara, og Thomasar Fleckenstein ljósmyndara.

Auk þess að gefa út bækur er Rakel með námskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna í hormónajóga, en námskeiðin hafa verið kennd í Ljósheimum frá upphafi. Fyrirtækið heldur einnig utan um sýningar á myndum Thomasar og er hugmyndin að næsta verkefni Yoga Natura ehf. verði að gefa út bók með ljósmyndum eftir hann.

Nánar má fræðast um hormónajóga á facebook.com/hormonajoga og á netfanginu yoganatura@simnet.is.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum