fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávargrillið hefur heldur betur fest sig í sessi í íslenskri matarmenningu með ljúffengum mat og skemmtilegum jólamatseðlum. „Í ár höfum við ákveðið að fara aðeins breytta leið í jólamatseðlunum okkar og bjóðum upp á nokkuð léttari mat, með jólaívafi og undir íslenskum áhrifum. Í fyrra var áherslan lögð á hefðbundinn íslenskan jólamat, en í ár verður meira af fiski, léttreykt lambakjöt og fleira sem minnir á jólin, án þess að vera jólamaturinn sem við borðum svo aftur yfir hátíðarnar. Við byrjuðum að bjóða upp á jólaseðlana þann 14. nóvember og fólk hefur verið virkilega ánægt með breytingarnar,“ segir Bjarni Viðar Þorsteinsson, matreiðslumaður hjá Sjávargrillinu.

 

Jólamatseðillinn slær í gegn

Jólaseðillinn fæst í hádeginu og á kvöldin fram að Þorláksmessu, en þá verður hið sívinsæla hádegisskötuhlaðborð. „Jólaseðillinn er aðeins ólíkur í hádeginu og á kvöldin. Hádegisseðillinn er þriggja rétta. Þá er val á milli jólasúpu með gæs, sveppum og heslihnetum í forrétt eða grafins lax. Graflaxinn er í hefðbundnara lagi en við leikum okkur með meðlætið, sem mun koma gestum skemmtilega á óvart. Í aðalrétt er val á milli léttreykts lambs með rauðrófu, kartöflum, ostrusveppum og greni eða rauðsprettu með öllu tilheyrandi. Eftirrétturinn í hádeginu og á kvöldin er svo að sjálfsögðu risalamande.

Mynd: Eyþór Árnason

Á kvöldseðlinum eru tveir forréttir, annars vegar graflaxinn og svo rammíslenskur þorskur með humri, jarðskokkum, perlulauk og sólselju. Með jólakvöldseðlinum er hægt að velja dýrindis vínpörun, en vínsérfræðingurinn okkar hefur nostursamlega sérvalið vín sem passa skemmtilega með hverjum rétti fyrir sig.“

Mynd: Eyþór Árnason

Meðfram jólaseðlinum á kvöldin og í hádeginu verður einnig hægt að panta af hefðbundnum maðseðli. Þá verður afar hátíðleg steikt andarbringa með hægelduðu andarlæri og andarlifur, steiktu rósakáli og appelsínusoðgljáa á matseðlinum fram til jóla.

Mynd: Eyþór Árnason

Jólatvist í jólagrillpartí

„Á kvöldin fram að jólum erum við einnig með stórskemmtilegt jólagrillpartí, sem borið er á borð fyrir hópinn til að deila. Það eru átta réttir, hverj öðrum ljúffengari. Margir hverjir eru nokkrir af okkar vinsælustu réttum en langflestir eru þó með einhverju skemmtilegu jólatvisti. Þetta er svona brot af því besta með dass af jólabragði. Þá verður einnig hægt að fá vínpörun með jólagrillpartíinu.“

Mynd: Eyþór Árnason

Sívinsælt skötuhlaðborð

Þann 23. desember verður hið frábæra skötuhlaðborð í hádeginu. „Fólk er að panta í hlaðborðið með allt að árs fyrirvara. Þetta er einn skemmtilegasti tími ársins enda eru þá jólin á morgun, allir í feiknagóðu skapi og eftirvæntingin mikil. Við höfum líka fengið fáeina ferðamenn hingað í skötu en þeir elska að upplifa eitthvað svona séríslenskt, og flestum finnst skatan okkar meira að segja bara furðugóð.“

 

Fullkomin gjöf í jólapakkann

„Gjafabréf út að borða er hin fullkomna jólagjöf fyrir þann sem á allt og gjafabréfin okkar eru á 20% afslætti fram að jólum. Það er líka virkilega skemmtilegt að gefa matarupplifun og gera handhafa þannig færi á að njóta lífsins.“

Skoðaðu jólamatseðlana á sjavargrillid.is

Sjávargrillið er staðsett að Skólavörðustíg 14, 101 Reykjavík

Borðapantanir í síma: 571-1100

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum