Föstudagur 06.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hlakka til með okkur

Kynning

Sofðurótt.is: Betri svefn í jólagjöf

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 13:00

Climabalance frá Kauffmann er sérhönnuð með góðan svefn í huga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hágæða sængurfatnaður úr náttúrulegum efnum sem miðar sérstaklega að góðum svefni eru helstu einkennin á vöruúrvali í vefversluninni Sofðu rótt. Verslunin er hluti af fyrirtækinu Vitar ehf. sem m.a. býður upp á sængurfatnað og lín fyrir hótel og gistihús en býður nú almenningi upp á sængurvörur o.fl. í gegnum vefverslunina sofdurott.is.

 

Framleiðendur í hæsta klassa

„Í tengslum við hótelbransann áttaði ég mig á því að ég var kominn með framleiðendur í hæsta klassa og fannst ég verða að bjóða hluta af þeirra vörum til sölu til einstaklinga. Sérstaða vöruframboðsins í vefversluninni er sú að almennt eru þetta vörur úr náttúrulegum efnum, dún, ull, hör, silki eða bómull. Dúnninn er flokkaður eftir stærð og gæðum sem skýrir verðmun á sængum. Við erum með sængur frá þýska fyrirtækinu Kauffmann sem er bæði einn stærsti sængurframleiðandi í Evrópu og jafnframt einn af þeim virtari í heiminum og hefur verið starfandi í tæp 200 ár. Velferð dýra skiptir Kauffmann miklu máli og er fyrirtækið með vottun upp á að allur dúnn sem fer í sængurnar og koddana þess sé reyttur af dauðum fuglum en því miður er talsvert um að dúnn sé reyttur af lifandi fuglum,“ segir Arnar Þór Jónsson hjá Vitum ehf.

Mikil áhersla á góðan svefn einkennir þessar vörur: „Þegar þú leggst upp í rúm er mikilvægt að hitastigið sé rétt. Margir velja sér mjög hlýja eða heita sæng þar sem þeim þykir hún notaleg. En svo sefurðu kannski ekki nógu vel undir henni þar sem þér verður of heitt. Við bendum fólki á að velja réttu sængina miðað við svefnherbergishita og líkamsþyngd,“ segir Arnar en á vefsíðunni sofdurott.is undir liðnum „Upplýsingar“ er að finna góðar leiðbeiningar um þetta.

 

Afgerandi niðurstöður úr svefnrannsókn

Sængin Climabalance frá Kauffmann er sérhönnuð með góðan svefn í huga. „Kauffmann selur þessa sæng undir einkaleyfi um allan heim. Svefnrannsóknarstöð háskólasjúkrahússins í Regensburg í Þýskalandi gerði rannsókn á áhrifum hita á svefngæði þar sem Climabalance-sængin var borin saman við hefðbundna, sambærilega sæng. Niðurstöðurnar voru afgerandi: Þú ert fljótari að sofna undir Climabalance-sænginni, svefninn verður rólegri, þú vaknar sjaldnar, REM-svefninn lengist og djúpsvefn sömuleiðis um allt að 50%. Það svitna allir á næturnar, mismikið þó, en raki fer þrisvar sinnum hraðar í gegnum Climabalance-sængina en hefðbundna sæng og því verður jafnara hitastig undir sænginni og þú sefur betur.“

Sofðu rótt stóð fyrir lítilli óvísindalegri tilraun á haustmánuðum til að sjá hvort sömu niðurstöður fengjust á Íslandi. Valdir voru einstaklingar sem hafa glímt við mikinn nætursvita og léleg svefngæði. Að sögn Arnars voru niðurstöður enn betri en hann þorði að vona og má sjá viðtöl við nokkra sem tóku þátt á Facebooksíðu Sofðu rótt.

 

Sofðu rótt er með rétta koddann fyrir þig

Að sögn Arnars eiga margir erfitt með að velja sér rétta koddann og eru mismunandi heilsukoddar í boði. Sofðu rótt er með koddann Viscospring frá Ítalíu sem er með gormakerfi líkt og í heilsurúmum og veitir því mjög góðan stuðning. Gerð var rannsókn við háskólann í Bologna á fólki með langvarandi hálsvandamál og var niðurstaðan sú að svefn með Viscospring-koddann minnkaði verki.

Sofðu rótt býður einnig upp á teppi og trefla úr „baby alpaca“-ull sem hefur svipaða eiginleika og cashmere-ullin. Ullin er létt og mjúk og veitir allt að þrisvar sinnum meiri varma en ull af sauðfé. Þá inniheldur hún ekki lanolin og er því ofnæmisfrí.

Arnar segir að það sé smám saman verið að bæta við vörum í vefverslun þeirra og er núna verið að skoða það sérstaklega að bæta við barnavörum, t.d. sængum og koddum, auk vatnshelds rúmfatnaðar, sem andar mjög vel og heyrist ekki í, fyrir þá sem væta rúmið reglulega. Þá viljum við taka fram að það er hægt að sérpanta sængur fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir dúni en vilja samt sæng úr náttúrulegum efnum.

Á sofdurott.is er bæði lögð áhersla á há gæði og hagstætt verð. „Við erum ekki í verðsamkeppni við sængur úr gerviefnum en verðlagið á þessum vörum er það sama og úr verslun í Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu,“ segir Arnar að lokum. Það er því um að gera að fylgjast reglulega með síðunni www.sofdurott.is.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
Kynning
Fyrir 5 dögum

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni
Kynning
Fyrir 1 viku

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum
Kynning
Fyrir 1 viku

Konukvöld Momo í kvöld!

Konukvöld Momo í kvöld!
Kynning
Fyrir 1 viku

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum
Kynning
Fyrir 1 viku

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 1 viku

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana