Föstudagur 06.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hlakka til með okkur

Kynning

Granítsteinar – gæði, fegurð og fagleg þjónusta

Kynning
Harpa Rùn Kristjánsdòttir
Föstudaginn 22. nóvember 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granitsteinar hafa verið starfandi frá árinu 2008 og hefur fyrirtækið vaxið ört undanfarin ár.

 

Legsteinar, fallegt úrval og persónuleg þjónusta

 

„Okkar helsta sérhæfing er tvíþætt, annars vegar legsteinar þar sem við erum með alla alhliða þjónustu við legsteina, t.d. uppsetningu, hreinsun og lagfæringar,“ segir Sigurður Hjalti Magnússon, starfsmaður hjá Granítsteinum.

 

Fyrirtækið býður upp á mikið úrval legsteina, granítsteina, íslenska steina og duftsteina, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kynna sér úrvalið á heimasíðu fyrirtækisins.

Að auki er þar að finna fjölbreytt úrval fallegra aukahluta frá Ítalíu, postulínsmyndir, leiðiskrossa og fleira.

 

Starfsfólk fyrirtækisins leggur sig fram um að sinna séróskum viðskiptavina varðandi legsteina, uppsetningu og lagfæringar. „Einnig getum við sérpantað eftir óskum hvers og eins,“ segir Sigurður.

Steinarnir sem Granítsteinar bjóða upp á eru bæði fjölbreyttir og fallegir svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, til að merkja legstaði ástvina.

 

Borðplöturnar aldrei vinsælli

 

Önnur vinsælasta vara Granítsteina er borðplötur.

„Borðplötuvinnslan hefur verið vaxandi undanfarin ár og við leggjum okkur fram við að sinna séróskum viðskiptavina og arkitekta.“

Sérlega gott efnisúrval er hjá fyrirtækinu og má þar nefna granít, quartz, marmara og quartside. Aðspurður um efnisframboð segir Sigurður: „Ef efni finnst ekki á lagernum hjá okkur þá getum við sérpantað fyrir viðskiptavinina.“

 

Aldrei dauður tími

 

Vinnan er að einhverju leyti árstíðabundin. Yfir sumarmánuðina er gjarnan mest að gera í legsteinum. Þá er þægilegast að vinna í kirkjugörðum og kjörinn tími til að velja nýja steina eða skipta út gömlum. Sá tími hentar einnig vel til viðhalds og uppsetningar nýrra fylgihluta.

 

„Á haustin kemur svo jólatörn í borðplötum,“ enda kjörið að prýða eldhúsið með traustri og fallegri borðplötu áður en jólabaksturinn fer í hönd.

Að auki taka Granítsteinar að sér ýmis sérverkefni, til að mynda að klæða veggi og baðherbergi með hinum ýmsu steintegundum. Þá hafa sérsmíðaðir steinvaskar fyrirtækisins notið mikilla vinsælda.

 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins granitsteinar.is. Einnig má benda á Istagram-reikning þeirra, @granitsteinar þar sem finna má fjöldann allan af myndum af nýlegum framkvæmdum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
Kynning
Fyrir 5 dögum

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni
Kynning
Fyrir 1 viku

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum
Kynning
Fyrir 1 viku

Konukvöld Momo í kvöld!

Konukvöld Momo í kvöld!
Kynning
Fyrir 1 viku

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum
Kynning
Fyrir 1 viku

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 1 viku

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana