fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Kynning

Gríndávaldurinn Sailesh: Snýr aftur með risasýningu

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn magnaði gríndávaldur Sailesh er væntanlegur til landsins þann 30. janúar 2020 og kemur þá til með að halda risasýningu í Laugardalshöll í samstarfi við FM957 og San Miguel.

Sailesh hélt fyrst sýningu hér á landi fyrir 15 árum og sló þá rækilega í gegn hjá þjóðinni. Nýja sýningin er byggð á gömlum grunni, en auk þess verður hún grófari, fyndnari, öfgakenndari og verður hreinlega allt látið flakka.

Sýningin í Laugardalshöllinni verður bönnuð innan 18 ára og er um takmarkað magn miða í boði.

Sailesh er einn vinsælasti og eftirsóttasti dávaldur heims um þessar mundir. Hann er þekktur fyrir krassandi sýningar og hefur MTV til dæmis kallað hann „fyndnasta, óritskoðaða dávald jarðar“, en Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því!

Sýningin stendur yfir í tvo og hálfan klukkutíma er stútfull af ótrúlegum uppákomum. Áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu.

 „Amma er velkomin, ef hún er ekki hjartveik og hefur mikinn húmor,“ segir Sailesh sposkur og viðurkennir að grínið gæti gengið fram af einhverjum. „Sumir gætu örugglega móðgast eitthvað. Ég hef tekið prógrammið aðeins í gegn yfir árin. Samfélagið hefur auðvitað breyst. Í dag þarf að fara varlega í suma hluti. En ég er ekkert fyrir pólitíska rétthugsun. Það verður látið reyna á mörkin,“ segir hann.

Hvað segja áhorfendur?

Sýningunni hefur verið hælt mikið í fjölmiðlum um allan heim og telja margir að um nýja tegund skemmtunar sé að ræða.

„Sjúklega fyndin sýning! Ég hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár.“ – R.R., Miami Herald.

„Taktu með þér vasaklút og hreinar nærbuxur. Ég lofa því að þú munt gráta af hlátri og það eru góðar líkur á því að þú missir þvag að auki.“ – P.V, Arizona Daily Star.

„Ég hló eins og brjálæðingur. Fór aftur á sýninguna — og hló eins og geðsjúklingur. Drottinn minn dýri, ég hef aldrei lent í öðru eins.“ – M.R., Reno Gazette-Journal

 

Miðasala er á midi.is og hefst þriðudaginn 12. nóvember á slaginu 12.00

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7