fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Kynning

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pole Sport er ný og spennandi líkamsrækt hér á Íslandi og er fullkomin fyrir alla þá sem vilja stunda öðruvísi líkamsrækt sem samtvinnar þokka, styrk og þol. Það geta allir komið í Pole Sport Heilsurækt því við bjóðum upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í afar fjölbreyttri líkamsrækt. Þá erum við með Pole Sport fyrir byrjendur, miðlungsreynda, lengra komna og svo framhaldshópa. Einnig er námskeið í Flex liðleikaþjálfun fyrir þá sem vilja liðka sig og til dæmis komast í splitt, spíkat og bæta bakfettuna. Svo eru námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í Pole Fabric, Pole Dance, Lyra Loftfimleikum, Silki námskeið og fjölmargt fleira. Það er eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt.

Pole Sport Heilsurækt var opnuð árið 2011 af Halldóru Kröyer og hefur studíóinu heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Þjálfarar Pole Sport hafa margs konar kennsluréttindi, m.a. í Pole Fitness Instructor, einkaþjálfararéttindi, Yoga-réttindi, Fit Pilates, Zumba, VauLT Aerial Lyra™, TRT Kennararéttindi, Þrekþjálfararéttindi, Spin City Pole & Lyra svo eitthvað sé nefnt. Þjálfarar og nemendur heilsuræktarinnar hafa meðal annars staðið sig með eindæmum prýðilega á alþjóðlegum íþróttamótum. Nefna má 2. sæti í Pole Sport í Evrópu sem hún Sól Stefánsdóttir þjálfari landaði.

Stórskemmtileg heilsurækt í jólapakkann

Það er alltaf gaman að ögra sér og prófa eitthvað nýtt. Og hver veit, kannski er Pole Sport eitthvað fyrir þig, en þú veist það ekki fyrr en þú prófar. Hægt er að kaupa stakt skipti á eitthvert af þeim fjölmörgu námskeiðum sem Pole Sport Heilsurækt býður upp á. Einnig er hægt að gefa „Unlimited beginner“-kort sem gildir í sjö daga. Þá hefur handhafi tækifæri til að prófa alla tímana sem eru í boði hjá Pole Sport Heilsurækt til þess að finna hið fullkomna námskeið fyrir sig.

Stakt skipti í Pole Sport Heilsurækt kostar 2.900 kr. og sjö daga ótakmarkað kort kostar 4.990 kr. Allir sem kaupa gjafabréf fá 1000 kr. gjafabréf í kaupbæti frá www.diva.is sem er skóverslun sem sérhæfir sig í brúðarskóm, fitnessskóm, dansskóm og fleira.

Hópefli / Óvissuferðir / Afmæli

Ertu að leita að skemmtilegu hópefli? Óvissuferð? Afmæli? Gæsun? Steggjun? Komdu með hópinn til okkar! Þið fáið sal og þjálfara frá okkur sem leiðir ykkur í skemmtilegan tíma. Hægt er að velja á milli þess að vera með krefjandi eða léttari tíma, taka listdans-, súludans- eða sporttíma. Við sníðum tímann að ykkar þörfum.

Pole Sport Heilsurækt er staðsett að Stangarhyl 7.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.polesport.is

Bókanir og verðtilboð eru í síma 778-4545 og á tölvupóstinum okkar polesport@polesport.is

Fylgstu með á Facebook: Pole Sport Heilsurækt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum