fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Kynning

Ford Ranger: Frumsýning í Brimborg!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glænýr Ford Ranger verður frumsýndur laugardaginn 5. október í Brimborg, bæði í Reykjavík og á Akureyri frá 12-16.

Nýr fjórhjóladrifinn Ford Ranger, mest seldi pallbíll í Evrópu, er loksins kominn.  Hann er sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr.  Hann er einstaklega öflugur og öruggur á erfiðum vegum og slóðum, hár frá vegi með 23,7 cm veghæð og vaðdýptin er 80 cm og það er lítið mál að skipta á milli framdrifs og fjórhjóladrifs.

Ford Ranger er einstaklega sterkur með burðargetu upp á 1 tonn og dráttargetu með krók allt að 3.500 kg. Hann er sterkbyggður og í innra rými er notast við gæðaefni sem eru traust og endingargóð og þola þannig mikið álag. Hann er líka þægilegur í daglegri umgengni með geymsluhólf fyrir mat, glasa/flöskuhaldara, bakka fyrir litla hluti og pláss fyrir farsíma, auk þess sem það eru tvö stór geymslusvæði undir aftursætunum.  Hanskahólfið getur geymt 15” fartölvu, stutta regnhlíf og fleira.

Í fyrsta skipti er Ford Ranger með innbyggðu FordPass Connect. Með því kerfi er hægt að opna og læsa bílnum, gangsett hann og tengt WiFI hotspot. Öryggisbúnaðurinn er einnig mjög mikill, þar má nefna árekstrarvari sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, veglínuskynjari, umferðaskiltalesari, hraðastillir með takmarkara o.m.fl.

Ford Ranger verður fáanlegur í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 213 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 170 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.

  • Raptor er goðsögn í pallbílaheiminum og er enginn venjulegur pallbíll. Sérhönnuð fjöðrun og undirvagn gerir hann einstaklega öflugan við erfiðustu aðstæður en um leið hlaðinn lúxusbúnaði.
  • Wildtrak er mest selda útgáfan og er sérlega vel búinn og hentar bæði í leik og starf, hér má nefna leðuráklæði með tau á slitflötum, 8″ snertiskjár, íslenskt leiðsögukerfi, kælihólf í miðjustokk og fleira.
  • XL útgáfan er sérstaklega hönnuð fyrir verktaka og aðra sem vilja einfaldan en traustan pallbíl til daglegra nota í vinnu á verkstað.

Ranger Wildtrak Double Cab 4×4 sjálfskiptur verð frá 7.690.000 kr.

Ranger Raptor Double Cab 4×4 sjálfskiptur, verð frá 9.990.000 (sérpöntun)

Ranger XL Double Cab 4×4 beinskiptur, verð frá 6.490.000 (sérpöntun)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær