fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Kynning

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2019 16:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Saffran hefur verið opnaður aftur í Glæsibæ og á Dalvegi í Kópavogi eftir allsherjar endurbætur. Nýju staðirnir eru hannaðir af Nicola Fellerini hjá Costagroup í Ítalíu og þykja afar bjartir og glæsilegir og endurspegla gæðin og ferskleikann sem Saffran stendur fyrir.

Mynd: Eyþór Árnason

Nýir tímar kalla á breytta hönnun

„Saffran fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og því voru innréttingar og hönnun staðanna komin á tíma. Staðirnir voru opnaðir í upphafi 2009 og voru standsettir með mjög litlum tilkostnaði sem féll vel að þeim tíðaranda sem þá ríkti. Nú eru breyttir tímar og nýir straumar og stefnur sem ráða ríkjum í hönnun veitingastaða þar sem aukin áhersla er lögð á hönnun, umhverfi og upplifun viðskiptavinanna en áður hefur tíðkast,“ segir Bjarni Gunnarsson framkvæmdastjóri.

Bjarni Gunnarsson.

Alltaf vinsælt og alltaf jafn gott

„Saffran hefur notið gríðarlegra vinsælda frá upphafi og á sér stóran hóp fastakúnna sem eru meðvitaðir um hollustu, hreyfingu og gott mataræði. Einnig sækir stór hópur afreksíþróttafólks staðina okkar sem við erum afskaplega stolt af. Staðirnir tveir voru lokaðir í tíu daga á meðan endurbætur stóðu yfir en Saffran rekur fjóra veitingastaði og því þurftu fastagestir ekki að örvænta. Nú höfum við opnað dyrnar aftur á Dalvegi og í Glæsibæ og bjóðum alla matargesti velkomna,“ segir Bjarni.

Mynd: Eyþór Árnason

Saffran er staðsettur í Glæsibæ, Dalvegi 4 í Kópavogi, Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði og Bíldshöfða 12 í Reykjavík.

Pantaðu matinn heim á saffran.is

Sími: 578-7874

Fylgstu með á Facebook: Saffran veitingastaður og Instagram: Saffran veitingastaður

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri