fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Myndakassi í veisluna: Skemmtilegar myndir af öllum gestum

Kynning

Instamyndir.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndakassar í veislum eru bráðskemmtileg nýjung sem hefur verið að breiðast út hér á landi undanfarin misseri. Veislugestir taka af sér skemmtilegar myndir og geta notað ýmsa leikmuni til að skreyta myndina. Fólk getur fengið myndina sína til sín rafrænt um leið og búið er að taka hana.

Myndakassarnir höfða til fólks á öllum aldri, lítilla barna jafnt sem eldri borgara.

Elías Birkir Bjarnason rekur fyrirtækið Instamyndir sem sérhæfir sig í útleigu á myndakössum. Hann hefur verið með þessa starfsemi frá árinu 2015 við stigvaxandi vinsældir. „Þetta er í rauninni bara „photobooth“, ljósmyndaklefi þar sem boðið er upp á ýmsa möguleika við að taka myndir. Það eru alvöru myndavélar og linsur í þessu, mikil gæði. Það geta fylgt leikmunir fyrir myndatökurnar en aðrir kjósa að nota sína eigin muni,“ segir Elías.

Hægt er að senda sér myndirnar í sms og tölvupósti og oftar en ekki eru myndirnar komnar á netið, t.d. á Facebook-síðu viðkomandi, skömmu eftir myndatökuna.

„Þetta höfðar til fólks á öllum aldri. Krakkar hafa mjög gaman af þessu og við höfum líka farið með svona myndaklefa í áttræðisafmæli á elliheimili þar sem þeir hafa vakið mikla lukku. Þannig að þetta er fyrir alla,“ segir Elías.
Hann segir jafnframt að myndaklefarnir henti afskaplega vel í fermingarveislur og mörgum finnist gott að geta náð myndum af öllum gestunum í sparifötunum.

Instamyndir setja upp myndaklefann á staðnum og taka hann síðan niður að veislu lokinni. Afar auðvelt er að taka myndir og einfaldar leiðbeiningar eru á skjánum.

Núna er í gangi sérstakt fermingartilboð hjá Instamyndum: Myndakassi og bakgrunnur á 30.000 krónur. Enginn annar kostnaður fylgir notkun myndakassans í veislunni.

Til að panta myndakassa í veisluna og fá nánari upplýsingar er best að fara inn á vefsíðuna instamyndir.is og framhaldið skýrir sig sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum