Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Kynning

Gleðilega fæðingu – vellíðan, valkostir og verkjastilling í fæðingu

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Gleðilega fæðingu kom nýlega út hjá Forlaginu, en bókin er skrifuð af Þorbjörgu Marinósdóttur, ásamt Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbirni Þorsteinssyni svæfingalækni.

Í bókinni er hulunni svipt af leyndardómum fæðingarstofunnar og gagnast hún jafnt verðandi foreldrum, sem og öllu áhugafólki um fæðingar. Hér er fjallað um aðdraganda fæðingar, valkosti þegar kemur að fæðingarstöðum og verðandi foreldrum gefin góð ráð til að þeir geti notið til fullnustu þess kraftaverks sem fæðingin er. Fjallað er ítarlega um ólíkar leiðir til að lina fæðingarverki, ekki síst mænurótardeyfingu, sem leitast er við að gefa glögga mynd af út frá nýjustu rannsóknum.

„Bókin fjallar í stórum dráttum um það sem gerist inni á fæðingardeildinni. Flestar aðrar bækur fjalla um meðgönguna og tímann eftir að barnið fæðist, en þessi einblínir á fæðingarstofuna og hvað fer þar fram. Hvað er í boði og hvaða áhættuþættir, ef einhverjir, fylgja hinum og þessum deyfingum,“ segir Tobba Marinósdóttir. „Einnig er rætt um aðstöðu á sjúkrahúsum, hvað gerir töng og sogklukka sem dæmi og hvernig líta þau tæki út, kosti og galla mænurótardeyfingar og fleira. Bókin er einnig uppfull af reynslusögum. Hún er skrifuð af mér, Hildi Harðardóttur fæðingar- og kvennalækni og Aðalbirni Þorsteinssyni, gjörgæslu- og svæfingalækni, en það eru einmitt svæfingalæknar sem leggja mænurótardeyfingu. Bókin er hugsuð sem uppflettirit og gagnast ekki aðeins foreldrum heldur eru líka heilræði fyrir aðstandendur í henni. Ég get sannarlega sagt að þessi bók er ákaflega fagleg og mikilvægt innlegg inn í fæðingarumræðuna og á sér enga líka hérlendis. Hún er því ákaflega góður undirbúningur og virkar því mjög kvíðastillandi.“

Af hverju ert þú einn meðhöfunda, hvað var það sem fékk þig til að vera með í verkefninu?

„Hildur hafði lengi verið með þessa hugmynd og las viðtal við mig eftir að ég eignaðist dóttur mína þar sem ég lýsti því hversu mikið áfall það var fyrir mig hve sár og erfið fæðingin var. Haföndun, jógageisladiskurinn, ilmkerti og piparmintudropar gerðu ekki neitt fyrir mig og ég varð hálfhrædd og fannst ég missa stjórnina,“ segir Tobba. „Af hverju sagði mér enginn að þetta væri svona erfitt? Ég er með mjög háan sársaukaþröskuld en þarna réð ég ekkert við neitt. Ég var sett af stað og við tók langt og sársaukafullt ferli sem ég var ekki nægilega vel undirbúin undir. Þessi bók hefði breytt miklu fyrir mig.“

Þar sem að þú ert móðir sjálf, fannst þér skorta upplýsingar þegar þú fæddir þitt fyrsta barn?

„Já, hvað varðar fæðinguna sjálfa. Ég hafði aldrei komið inn á fæðingardeild og í dag er ekki lengur hægt að fá að skoða þær svo óvissan um hina ýmsu þætti var mikil hjá mér.“

Viðtökurnar við bókinni hafa verið frábærar, bæði hjá fagfólki og foreldrum. „Nú þegar hef ég fengið pósta þar sem mæður lýsa því hvernig bókin aðstoðaði þær stórkostlega við undirbúninginn og kvíðastillti fyrir þessi miklu og mikilvægu átök. Allt til þess að fæðingin verði sem gleðilegust!“


Ein af reynslusögunum sem birtar eru í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun