fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Kynning

Ungbarnasund og Sundskóli Hörpu: „Skjálausar gæðastundir foreldra með börnum sínum“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 11:23

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Foreldrar og börn eiga þarna skemmtilegar stundir í lauginni. Yngstu börnin læra að kafa og styrkja líkamann og jafnframt tengslin við foreldra en eldri hóparnir læra að auki sundtökin og að synda sjálf. Þetta er því skemmtilegt og gagnlegt í senn. Þarna eiga foreldrar skjálausar gæðastundir með börnum sínum – nokkuð sem ég held að sé full þörf fyrir,“ segir Harpa Þrastardóttir, sem býður upp á ungbarnasund og sundnámskeið fyrir börn í Suðurbæjarlaug, Hringbraut 77, Hafnarfirði.

Harpa hefur kennt sund í 10 ár og segir hún starfið einstaklega gefandi, og að ekkert jafnist á við að kenna yngstu börnunum og láta þau og foreldra þeirra upplifa ánægjustundir í lauginni.

„Ungbarnasundnámskeið eru mjög vinsæl á Íslandi og stór hluti barna lærir að kafa og venjast vatninu á fyrstu mánuðum lífsins – en því miður gerist það oft að fólk fer ekki reglulega í sund með börn sín eftir að ungbarnasundnámi lýkur og þá missa börnin stundum þessa getu og mæta jafnvel vatnshrædd í skólasundið,“ segir Harpa. Stór hluti barnanna í sundskóla hennar hefur áður verið í ungbarnasundi en einnig koma börn í sundskólann sem hafa jafnvel aldrei farið í sund áður.

„Það voru ekki margir sem buðu upp á sundkennslu fyrir 1 til 3 ára og þau námskeið eru mjög fjölsótt hjá mér, foreldrum þykir líka þægilegt að geta komið með systkini á ólíkum aldri í 2 til 6 ára hópinn minn,“ segir Harpa.

Næstu námskeið hefjast 1. september og er fullbókað í þau. En námskeiðin verða í gangi í allan vetur og skráning er hafin á námskeið sem hefjast í lok október. Hvert námskeið stendur í átta vikur. Boðið er upp á ungbarnasund fyrir 2 til 18 mánaða börn og sundskóla fyrir 1 til 6 ára börn. Aðstaðan í Suðurbæjarlaug fyrir ungbarnasund er mjög góð, á laugarbakkanum er sturta til að skola af börnunum og boðið er upp á sér skiptiborð fyrir hvert barn. Kennsla fer fram á milli klukkan 9 og 14 á laugardögum í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Ungbarnasund og sundskóli Hörpu og í síma 692-2138.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7