fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Kynning

Tæki.is: Rótgróin hafnfirsk tækjaleiga

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæki.is er gróið fjölskyldufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja allt til ársins 1982, en þá stofnaði Þorsteinn Auðunn Pétursson fyrirtækið Körfubílaþjónustuna, körfubílaleigu sem hann átti og rak um árabil eða allt til ársins 2004 þegar ákveðið var að fara meira út í lyftubransann og Tæki.is var stofnað. Tæki.is  sérhæfir sig í tækjaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. „Við erum mjög stoltir af flotanum okkar sem samanstendur af ýmsum gerðum af vinnulyftum, minni jarðvinnuvélum, lyfturum o.fl. Til okkar leita bæði almennir borgarar og fyrirtæki sem við leggjum ríka áherslu á að þjóna vel,“ segir Örvar Þorsteinsson, einn sona Þorsteins.

„Hjá okkur starfar þéttur hópur af úrvals góðu starfsfólki sem setur sér það að markmiði að veita flotta og góða þjónustu. Við erum átta manna samhentur hópur sem höldum starfseminni í fullum gangi,“ segir Örvar.

„Við eigum mjög stóran hóp af traustum og góðum viðskiptavinum sem okkur er annt um og við kappkostum að veita þeim öllum góða þjónustu. Það er afar mikið að gera á þessum tíma árs og síminn stoppar ekki þessa dagana, en við leitumst við að leysa öll stærri sem smærri verk og með nýju og bættu kerfi höfum við náð að nýta tækin mun betur og þar af leiðandi veita enn betri þjónustu.“

JLG vinnulyftur eru á meðal fremstu lyftuframleiðenda í heimi og eru það tæki sem Tæki.is nota helst á sinni leigu. „Einnig erum við með Manitou vinnulyftur og erum nýlega búnir að fá nýja gerð af þeim, Manitou 280TJ, sem eru spjótlyftur með 28 m vinnuhæð og 350 kg burðagetu í körfu, en þær hafa komið mjög vel út og verið mjög vinsælar,“ segir Örvar.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt og mismunandi hjá Tæki.is : „Þetta er allt frá því að skipta um ljósaperu í ljósastaur og upp í að mála 15 hæða blokkir en við náum 43 m vinnuhæð með stærstu lyftunum okkar,“ segir Örvar.

Tækjafloti fyrirtækisins er stór og fylgir því mikil vinna að viðhalda honum. „Við eru með yfir 200 tæki á skrá og rekum eigið verkstæði. Við flytjum flestar okkar vélar og varahluti sjálfir inn, en erum einnig í góðu samstarfi við nokkra innlenda birgja. Flotinn er blanda af notuðu og nýju, við erum búnir að vera að endurnýja töluvert og komu um 40 ný tæki á síðasta ári og hafa þó nokkur verið að bætast við frá áramótum,“ segir Örvar.

Upplýsinga- og pöntunarsíminn hjá Tæki.is er 5653344 en fyrirtækið er til húsa að Norðurhellu 5, Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7