fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
FókusKynning

Kári Már lét drauminn rætast með Kyon Apparel

Kynning

Nýttu þér afsláttarkóða og kauptu hágæða íþróttafatnað

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Már Óskarsson stofnaði fyrir ári fyrirtækið Kyon Apparel, sem hannar og selur hágæða íþróttafatnað á hagstæðu verði. Fatnaðurinn fæst hér heima, en hefur einnig verið vel tekið erlendis, en hann er meðal annars seldur í Bandaríkjunum, Bretlandi og Rússlandi.

„Ég ákvað að láta eigin draum rætast og gera mitt eigið í stað þess að vinna að draumi annars,“ segir Kári, sem er 22 ára gamall. „Ég hef alltaf haft áhuga á fötum og er mjög smámunasamur þegar kemur að fatnaði. Þess vegna finnst mér gott að hanna mín eigin föt.“

Kári hannar fötin sjálfur, en þau eru saumuð víðs vegar um heiminn. Kyon Apparel byrjaði í íþróttafatnaði eingöngu, en framleiðsla á öðrum hágæðafatnaði er í vinnslu.

„Það var einfaldara að byrja í íþróttafatnaðinum,“ segir Kári. „Hönnunin er ekki eins flókin og tekur styttri tíma. Ég legg engu að síður mikla áherslu á gæði og vil ekki selja fólki fatnað sem er lélegur í gæðum.“

Það er áhuginn sem drífur Kára áfram. Hann er lærður einkaþjálfari og hefur margra ára reynslu af líkamsrækt og þekkir því vel hvaða gæði og eiginleika íþróttafatnaður þarf að hafa til að endast vel og vera þægilegur í ræktinni.

Nýjar vörur í vinnslu

„Íþróttafatnaður mun alltaf vera til staðar hjá mér og nýjar vörur koma inn þar, en núna er ég að vinna að öðrum fatnaði, sem liggur meiri vinna á bak við, það tekur um þrjá mánuði að hanna hverja flík, sauma og svo framvegis,“ segir Kári, sem hyggst færa sig meira yfir í hönnun á hversdags- og sparifatnaði.

Afsláttur út febrúar með afsláttarkóða.

Með því að nota afsláttarkóðann DV25 inn á heimasíðu Kyon Apparel fá lesendur DV 25% afslátt af vörum út febrúar 2018.

Kyon Apparel sendir frítt um allt land. Heimasíða: kyonapparel.is, Facebook og Instagram: kyonapparel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7