fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
FókusKynning

Yellow Selfossi: Bragðmikill, hollur og fljótlegur matur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við opnuðum í fyrra og við skilgreinum þennan mat sem heilsusamlegan skyndibita. Þetta er hreint fæði, hollur og góður matur sem allir geta borðað,“ segir Magnús Már Haraldsson, matreiðslumaður og einn eigenda veitingastaðarins Yellow sem staðsettur er að Austurvegi 3, Selfossi. Staðurinn er með sterkar heilsuáherslur sem hafa mælst vel fyrir – en ekki síður kunna viðskiptavinir vel að meta þjónustuna sem er bæði hröð og góð.

„Hér er svo margt fólk á ferðinni og við hugsum þetta þannig að fólk geti bæði stoppað og borðað á staðnum og tekið matinn með sér, jafnt heitan sem kaldan mat. Þægilegt fyrir þá sem eru á ferðinni,“ segir Magnús.

Á staðnum er jafnframt huggulegt kaffihús og verslun þar sem seldar eru ýmsar lúxusmatvörur, áhugaverðar matreiðslubækur og fleira.

„Hér er salatbar þar sem þú velur þér í skál og svo erum við með heitt borð þar sem þú getur valið þér kjúkling, nautakjöt og grænmetisrétti. Þú velur jafnframt sósu og meðlæti. Við erum með mikið af mat fyrir grænmetisætur og veganfólk en einnig mat fyrir alla aðra. Segja má að salatbarinn og heita borðið séu helsta aðdráttaraflið hjá okkur. Fjölbreytnin er mikil og það er alltaf hægt að setja réttina saman á nýjan hátt.“

Á staðnum er einnig kælir þar sem hægt er að grípa með sér tilbúna drykki, samlokur og skyrdrykki.

„Ég vil gjarnan að maturinn sé bragðmikill því það er ekki skemmtilegt að borða bragðlausan mat. En ég legg líka upp úr því að krydda hann á fremur náttúrulegan hátt og notast við hreint krydd,“ segir Magnús sem er menntaður matreiðslumaður.

Hann er ánægður með hvað Yellow hefur verið vel tekið og ljóst að eftirspurnin eftir bragðgóðu og fljótlegu heilsufæði er mikil.

Yellow er opinn virka daga frá kl. 8 til 20 og um helgar frá 9 til 20. Góður morgunverður er í boði frá opnun á morgnana og heitur matur strax frá klukkan tíu.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Yellow Selfossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7