fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
FókusKynning

Um áramót: Ræktaðu sambandið við þig

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræktaðu sambandið við ÞIG. Sjálfsfróun er mikilvæg fyrir alla – líka fólk í samböndum. Það er hvimleiður misskilningur að sjálfsfróun sé á einhvern hátt svik við kærastann eða eiginkonuna. Þvert á móti er hún fyrirtaks leið til að halda góðri tengingu við líkama sinn, leyfa safaríkum kynórum að baða heilafrumurnar og njóta allra þeirra gæða sem hver og ein fullnæging getur veitt okkur.

Leyfðu kynorkunni að koma fram – líka í daglega lífinu. Kynorka okkar snýst ekki um að vera síríðandi, heldur um að finna fyrir henni og finna að við erum kynverur og taka eftir því lostafulla í tilverunni. Það getur verið æsandi að velja mangó í ávaxtadeildinni í Bónus. Handleika mjúka og stinna ávextina, þrýsta létt þar til sá rétti liggur skyndilega í lófa þínum. Lyktin sem þú finnur af konu sem gengur framhjá þér í apótekinu er sú sama og var af konunni sem þú áttir villta nótt með á Benidorm fyrir fimmtán árum. Lagið í útvarpinu á meðan þú keyrir í vinnuna er það sama og var spilað þegar þú sást elskhuga þinn fyrst. Njóttu fegurðarinnar og lostans í umhverfinu!

Ræktaðu sambandið við þá sem þú sefur hjá. Hvort sem það hefur verið sami kunnuglegi kroppur eiginmannsins síðustu 15 árin, eða sjóðheitt samband við sjö ástkonur, alltaf er hægt að rækta, næra og gera betur. Mundu að snerting og atlot þurfa ekki alltaf að enda með fullnægingum í svitabaði. Faðmlag sem varir 20 sekúndur eða lengur nægir til að koma framleiðslu hamingjuhormóna líkamans af stað. Hnoðumst meira á nýja árinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri