fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
FókusKynning

Mannlegi þátturinn stendur upp úr

Kynning

Hörður Björnsson hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. september 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björnsson hefur starfað við sölustörf í rúmlega 20 ár. Hann hefur starfað á fasteignasölu síðan árið 2011 og er löggiltur fasteigna- , fyrirtækja- og skipasali. Hörður segir að margt hafi breyst á fasteignamarkaðinum síðan hann byrjaði í faginu:

„Markaðurinn hefur margbreyst síðan 2011. Hann hefur breyst úr kaupendamarkaði í seljendamarkað. Verðið farið verulega upp, eins og allir vita. Það var komið hálfpartinn úr böndunum í vetur en síðan hefur dregið úr sölu og jafnvægi komist á. Ástandið er miklu eðlilegra núna en það var í vetur. Þessar vikurnar hefur verðið staðnað tímabundið en ég held að það sé ekki til lengri tíma. Við erum líka að fá heldur færri tilboð í hverja eign en við fengum í vetur. Hins vegar seljast allar eignir þó að það taki örlítið lengri tíma en fyrr á árinu.“

„Þetta er fjölbreytilegt starf og þarf að huga að mörgu. Fyrir utan eignasölu er stór hluti af okkar vinnu að finna eignir til sölu og kynna okkur sjálf út á við. Passa upp á orðsporið og svo framvegis. Mannleg samskipti eru síðan einn aðalþátturinn í okkar starfi. Það er afar mikilvægt að sinna viðskiptavinum vel og uppfylla þeirra þarfir. Við erum að höndla með aleigu fólks og þurfum að fara mjög gætilega og með þeim hætti að fólk finni ekki til óöryggis. Við þurfum að tryggja að allir gangi sáttir frá borði.“

Hörður er mikill fjölskyldumaður. Hann er giftur og á fimm börn, þrjá syni og tvær dætur. Engin barnabörn eru komin í heiminn en tengdabörn eru komin til sögunnar. Spurður um áhugamál segir Hörður:

„Ég hef í áratugi stundað fjallamennsku og vélsleðamennsku. Áður fyrr spilaði ég handbolta með HK en það er langt síðan ég hætti því. Ferðamennska almennt er mér líka að skapi og ég ferðast töluvert bæði innanlands og erlendis.“

Hörður er hugfanginn af starfi sínu og sem fyrr segir er mannlegi þátturinn mikilvægur: „Þetta er mjög gefandi starf sem býður upp á samskipti við margt fólk. Mannleg samskipti eru mjög stór hluti af okkar vinnu. Fasteignakaup og -sölur eru stærstu uppákomur fjölskyldunnar fyrir utan barneignir og giftingar. Þetta er æviferli sem byrjar oft í lítilli íbúð og endar gjarnan líka í lítilli íbúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7