fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Læturðu barnið þitt sofa í öruggustu stellingunni?

Mikilvægt að foreldrar hugi að þessu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 var blásið til herferðar í Bandaríkjunum sem miðaði að því hvetja mæður – og feður vitanlega – til að láta ungbörn sín sofa á bakinu. Þetta var talið geta komið að gagni í baráttunni gegn ungbarna- og vöggudauða.

Þessi herferð, Back to Sleep, virðist hafa skilað tilætluðum árangri því samkvæmt rannsóknum sem framkvæmdar voru fjölgaði þeim börnum sem sváfu á bakinu úr 10 prósentum í 78 prósent á næstu tíu árum á eftir. Og tíðni ungbarna- og vöggudauða minnkaði um 53 prósent.

En samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtust í tímaritinu Pediatrics virðist vera þörf á öðru viðlíka átaki og ráðist var í árið 1994. Rannsóknin náði til 3.300 mæðra og voru þær spurðar að því í hvaða stellingu börn þeirra sváfu. Niðurstöðurnar ollu talsverðum vonbrigðum því aðeins 43,7 prósent mæðra létu börn sín alltaf sofa á bakinu.

Niðurstöðurnar sýndu að 77,3 prósent mæðra létu börn sín „undir venjulegum kringumstæðum“ sofa á bakinu. Með öðrum orðum var það ekki regla hjá þeim.

Samkvæmt umfjöllun CNN, sem fjallar um niðurstöðurnar, höfðu þær mæður sem ekki létu börn sín sofa á bakinu mestar áhyggjur af köfnunarhættu. Þá töldu mæðurnar að börnunum liði betur í annarri stöðu en á bakinu.

Í umfjöllun um svefn ungbarna á maganum eða bakinu sem nálgast má á vef Doktor.is kemur fram að rannsóknir á undanförnum árum hafi bent til þess að samband væri á milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Niðurstöðurnar eru þær að það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu. Mælt sé með því að láta kornabörn sofa á bakinu á stífri dýnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri