fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
FókusKynning

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefur aldrei verið fjölbreyttari

Kynning

5. – 9. júlí – Haldin í 18. sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 5. til 9. júlí verður flutt tónlist frá fjórum heimsálfum í öllum regnbogans litum. Leikin verður tónlist frá Afríku, Suður-Ameríku, Kanada, Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Rússlandi og Balkanskaga auk íslenskrar tónlistar.

Mamady Sano frá Gíneu kennir dansa og trumbuslátt frá Vestur-Afríku og kennd verður írsk þjóðlagatónlist. Þá verður sjalaprjón kennt, sérstakt barnanámseið verður haldið og í Þjóðlagaakademíunni er bæði kennd íslensk og erlend þjóðlagatónlist sem og þjóðdansar.

Tónlistarmenn frá Afríku

Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og í ár. Í fyrsta sinn koma listamenn frá Afríku og halda bæði tónleika og námskeið á hátíðinni. Mamady Sano er heimsfrægur tónlistarmaður frá Gíneu í Vestur-Afríku. Hann kemur með flokk sinn Barakan Dance and Drums. Með honum í för er Sandra Sano Erlingsdóttir, en þau hafa bæði kennt dansa og trumbuslátt frá Gíneu hér á landi og erlendis. Frá Kanada kemur margverðlaunað þjóðlagadúó Sophie and Fiachra. Þau eru af írsku bergi brotin og leika þjóðlagatónlist sem írskir innflytjendur báru með sér vestur um haf. Sophie og Fiachra munu einnig halda námskeið í írskri þjóðlagatónlist á hátíðinni.

Svanlaug Jóhannsdóttir
Svanlaug Jóhannsdóttir

Tangósöngvar, Grieg og austfirsk tónskáld

Svanlaug Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frábæran flutning á tangósöngvum frá Argentínu. Hún kemur fram á hátíðinni með hljómsveit sinni og flytur tangóa eftir Piazolla og fleiri afburða argentínsk tónskáld. Á meðal annarra listamanna má nefna Ragnheiði Gröndal og Guðmund Pétursson gítarleikara sem flytja íslenska og enska ástarsöngva ásamt Helois Pilkington söngkonu og fiðluleikaranum Gerry Diver. Finnska þjóðlagatríóið Hyvä Trio leikur frumsamda þjóðlagaskotna tónlist, sænska söngkonan Malin Gunnarsson kemur fram og sænska Krilja-tríóið flytur rússneska sígaunatónlist. Þá leikur þjóðlagasveitin Trato frá Síle þjóðlög frá Suður-Ameríku.

Malin Gunnarsson
Malin Gunnarsson

Mynd: Petter Elnerud

Íslenskir tónlistarhópar láta ekki sitt eftir liggja á Þjóðlagahátíðinni. Svafa Þórhallsdóttir syngur sönglög eftir Grieg og Tinna Árnadóttir lög austfirskra tónskálda á borð við Inga T og Jón Múla í nýstárlegum útsetningum, harmónikutríóið Í-tríó heldur bæði tónleika og leikur fyrir dansi á sérstökum harmonikudansleik, kvennakórinn Vasele Bebe syngur kröftug lög af Balkanskaga, Kalmanskórinn syngur Ljóð og lög úr safni Þórðar Kristleifssonar og Björg Brjánsdóttir frumflytur hér á landi nýlegan flautukonsert í þjóðlagakenndum stíl eftir pólska tónskáldið Marcin Blazewicz ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.

Innsetning í mjöltanki Síldaminjasafnsins

Að auki verður boðið upp á magnaða innsetningu: Vin í eyðimörkinni (Keitaat / Oases) – í mjöltanki Síldarminjasafnsins á Siglufirði þar sem finnska þjóðlagasöngkonan Amanda Kauranne og finnski vídeólistamaðurinn Mikko H. Haapoja flytja tónlist í takt við náttúruhljóð og náttúrumyndir sem þau hafa safnað í hinu forna finnska Kirjálahéraði, við Helsinki og á Siglufirði. Gestum gefst tækifæri á að spila og syngja með og taka þátt í innsetningunni, allt eftir því hvað sýningin blæs þeim í brjóst. Vin í eyðimörkinni eða Keitaat / Oases stendur alla hátíðina.

Listrænn stjórnandir Þjóðlagahátíðarðinnar á Siglufirði er Gunnsteinn Ólafsson og framkvæmdastjóri er Mónika Dís Árnadóttir.

Nánari upplýsingar um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði má finna á heimasíðu hennar www.siglofestival.com

Einnig hjá Gunnsteini Ólafssyni, listrænum stjórnanda hátíðarinnar, í síma 6926030 gol@ismennt.is eða hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Móniku Dís Árnadóttur, í síma 6617801 monikadis@gmail.com eða festival@folkmusik.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea