fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
FókusKynning

Bao Bun-vagninn á Fógetatorgi: Kínversk soðbrauð með ljúffengum fyllingum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. júlí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bao Bun vagninn frá Skúla Craft Bar er góð viðbót í flóru matarvagna í Reykjavík og uppfyllir tvenns konar þörf. Annars vegar kemur hann í staðinn fyrir matarmarkaðinn sem hefur verið í Fótgetagarðinum við Aðalstræti undanfarin ár en var blásinn af í sumar. Hins vegar uppfyllir hann matarlöngun gesta á Skúla Craft Bar sem staðsettur er að Aðalstræti 9. Skúli Craft Bar er þekktur fyrir mikið úrval af bjór og er vinsæll og smekklegur bar. Bao Bun vagninn er staðsettur beint fyrir utan barinn. Hann er auðvitað ætlaður hverjum sem er en gestir á Skúla Craft Bar geta haft matinn úr vagninum með sér inn á barinn og snætt hann eða pantað matinn þar inni og starfsfólkið nær í hann út í vagn.

Mynd: Brynja

Bao Bun er heiti á kínverskum soðbrauðum en þau eru á boðstólum í vagninum og er hægt að fá þau með ferns konar fyllingum: Pulled pork, nautakjöti, þorski og sveppum. Síðan er alltaf kimchi, gúrkur, sriracha mæjónes, steiktur skarlottulaukur og kóríander með í brauðinu. Enn fremur er boðið upp á djúpsteiktar sætar kartöflur í vagninum.

Vagninn er staðsettur á Fógetatorginu fyrir framan Fógetagarðinn við Aðalstræti og er opinn frá 12 á hádegi og langt fram á kvöld. Borð og stólar eru við vagninn og hægt að snæða þar þegar vel viðrar, taka matinn með sér eða fara með hann inn á Skúla Craft Bar og fá sér góðan drykk með.

 

Mynd: Brynja

En það er líka hægt að panta vagninn á útihátíðir og í ýmiss konar samkvæmi utandyra. Vagninn er þá dreginn með bíl á staðinn og þar þarf að vera hægt að tengja hann við rafmagn. Vagninn er fallegur og því prýði af honum í öllum samkvæmum og hátíðum utandyra og nærvera hans skapar skemmtilega stemningu. Kínversku soðbrauðin með hinum ljúffengu fyllingum þykja líka afar bragðgóð og gestir í útisamkvæmum eða á útihátíðum kunna vel að meta að fá slíkan mat ferskan, lagaðan á staðnum.

Mynd: Brynja

Til að panta Bao Bun vagninn eða fá nánari upplýsingar er gott að hringja í Skúla Craft Bar í síma 519 6455, senda skilaboð á netfangið info@skulicraftbar.is eða senda skilaboð á Facebook-síðunni Skúli Bao Bun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea