fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
FókusKynning

Stígvélin ganga mjög vel í fólk

Kynning

Nokian Stígvélabúðin er með stígvél handa öllum

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígvél eru sérlega fjölhæfur fótabúnaður og henta í flesta útiveru. Þau eru auðvitað sérhönnuð fyrir rigningardaga og alger nauðsyn í garðvinnuna. Einnig fara fæstir í útilegu án stígvélanna eða gúmmítúttanna. Dyr Nokian Stígvélabúðarinnar voru opnaðar fyrst fyrir um fjórum árum og síðan þá hefur verslunin séð Íslendingum fyrir fallegum og endingargóðum stígvélum í öllum regnbogans litum. Í öllum stígvélum frá Nokian er fyrsta flokks náttúrugúmmí, þau þola mjög mikið frost og springa ekki. „Nokian-stígvélin fengust víða áður en við opnuðum og þekkja Íslendingar merkið fyrir gæðin sem það stendur fyrir. En það var ekki fyrr en með tilkomu okkar verslunar sem hægt var að bjóða upp á alvöru úrval af Nokian-stígvélum, en hér seljum við eingöngu stígvél. Hér er gott úrval af stígvélum fyrir krakkana, í öllum regnbogans litum, og svo erum við með mjög flott stígvél fyrir fullorðna, þá þessi klassísku; hnéhá loðfóðruð eða án fóðurs, ökklahá, og svo má ekki gleyma gúmmítúttunum. Einnig reynum við alltaf að eiga stór númer fyrir þá fótastóru,“ segir Jóhannes Ingimundarson, eigandi Nokian Stígvélabúðarinnar í Mjóddinni.

Litadýrð á alla fætur
Litadýrð á alla fætur

Tískusveiflur í stígvélum

Nú er svo komið að stígvélin mega heita tískuvara. Stígvél hafa sést á tískupöllum víða um heim og helstu tískuunnendur hafa tekið þau upp á sína arma, enda eru þau óneitanlega smart á fæti og hentug fyrir ýmiss konar veðurbrigði. Nokian-stígvélin fást í ýmsum fallegum litum og línum sem gleðja augað ekki síður en fæturna og að sögn Jóhannesar eru miklar tískusveiflur á milli árstíða í skóbúnaðinum. „Stígvélin okkar ganga mjög vel í fólk og í sumar er til dæmis ótrúleg litadýrð í Nokian-stígvélunum,“ segir Jóhannes.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Stígvél fyrir allar árstíðir

Því má fagna að hjá Nokian Stígvélabúðinni fást stígvél fyrir allar árstíðir og því einskorðast notkun þeirra ekki lengur við snjólausa rigningardaga. Nú er hægt að fá hlý og loðfóðruð stígvél fyrir veturinn sem má negla til að auka festu í hálku. „Við erum svo með mjög gott úrval af stígvélum fyrir börn og fullorðna. Þessi svörtu með endurskinsröndinni seljast alltaf og fást nú einnig í mörgum litum. Botninn er sterkur og þau endast sérlega vel. Krakkarnir elska að koma hingað og fá að velja sér stígvél, því hér fá þau uppáhaldslitinn sinn. Fullorðna fólkið fellur svo ósjaldan fyrir einhverju pari hér í versluninni í leiðinni. Við erum til dæmis að selja falleg og létt stígvél í alls kyns girnilegum litum fyrir sumarið. Einnig er hægt að fá mjög smart, ökklahá stígvél í mörgum litum. Svo fást líka fínlegri stígvél sem eru örlítið sparilegri og passa betur við hversdagsbúninginn,“ segir Jóhannes.

Stígvélin eru ótrúlega smart og þægileg
Stígvélin eru ótrúlega smart og þægileg

Nokian Stígvélabúðin er til húsa í Mjóddinni
Opið er alla virka daga frá 10–18 og á laugardögum frá 11–16
Sími: 527-1519
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Nokian Stígvélabúðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7