fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
FókusKynning

Grillsalat með kjöti og kóríander

Samsetning sem getur ekki klikkað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salöt eru eins og ljóð – í þeim er rými fyrir endalausa sköpunargleði, og þau eru jafnmisjöfn og þau eru mörg.

Ég hef lengi verið hrifin af grilluðum ávöxtum í salati – allar götur síðan ég lærði að gera gómsætt steinseljusalat með grilluðum ferskjum, halloumi-osti og marokkóskum kryddum. Það má segja að salatið sem ég kynni nú til sögunnar sé óskilgetið afkvæmi þess – þó að það sé með allt öðru innihaldi og asísku ívafi. Samspil ólíkra þátta er þó æði svipað – hér er ferskleikinn í salati, tómötum og kryddjurtum, súrsætt bragð kemur frá grilluðu ávöxtunum og seltan frá ostinum. Salatið er svo kórónað með dýrindis nautakjöti, framfillé, sem ég sótti til piltanna í Kjöti & fiski á Bergstaðastræti og skellti á grillið.

Salat fyrir fjóra

Grænmetið:
Iceberg-salat – 1 höfuð
Cherry-tómatar – 1 askja
Vænt knippi af ferskum kóríander

Skerið salat og tómata. Klippið kóríander niður og setjið allra síðast á salatið áður en það er borið fram.

Á grillið:
5 apríkósur, skornar í helminga
1 pera, skorin í fleyga

Setjið ávextina saman í skál og hellið slettu af ólífuolíu yfir. Grillið þar til ávextirnir hafa mýkst og fengið fallegar grillrendur.

Halloumi-ostur – skorinn í sneiðar

Grillið ostinn báðum megin þar til grillrendur eru vel sjáanlegar. Skerið í bita og látið kólna lítillega áður en þeir eru settir út í salatið.

Nautaframfillé – um 500 g

*Nuddið kjötið með 1 msk. Worchestershiresósu og 2 msk. ólífuolíu. Þerrið mestu bleytuna af. Piprið vel með svörtum pipar og saltið. Grillið við háan hita í 3 mínútur á hvorri hlið. Færið kjötið á efri grind grillsins, eða í minni hita, og grillið í 5 mínútur í viðbót. Látið kjötið sitja á bretti í 10 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar.“

Sósan
5 msk. rapsolía
1 msk. sesamolía
5 msk. sojasósa
4 msk. hrísgrónaedik
3 msk. púðursykur
1 hvítlauksrif
2,5 cm bútur engifer
1 msk. maísmjöl
2 msk. vatn

Sjóðið allt innihald, nema maísmjöl og vatn, saman í potti við miðlungsháan hita. Hrærið saman maísmjöl og vatn og hellið út í blönduna til að þykkja. Kælið áður en sósunni er hellt yfir salatið.

Salat eins og þetta er frábær máltíð á björtu sumarkvöldi.
Komið á diskinn Salat eins og þetta er frábær máltíð á björtu sumarkvöldi.

Mynd: Ragnheiður Eiríksdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7