fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
FókusKynning

Eitthvað gómsætt ofan á brauð

Uppskriftir úr nýrri bók Nönnu Rögnvaldar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út bókin Eitthvað ofan á brauð eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Nanna er þjóðkunn fyrir sitt matargrúsk og góðu uppskriftir, en bókin er sú tuttugasta og fyrsta sem hún gefur út um mat. Nýja bókin inniheldur, eins og titillinn gefur til kynna, uppskriftir að ýmsu sem hægt er að hafa ofan á brauð.

Hvort sem saumaklúbbur, kósíkvöld eða veisla er í vændum, er örugglega ýmislegt í bókinni sem gæti glatt bragðlaukana.

Við fengum góðfúslegt leyfi til að birta þessar girnilegu uppskriftir úr bókinni.

Eggja-avókadósalat

Rúnnstykki með eggja- og avókadósalatinu góða.
Girnilegt! Rúnnstykki með eggja- og avókadósalatinu góða.

Nanna segir: „Egg og avókadó eiga býsna vel saman. Hér eru eggin söxuð í mylsnu og það þarf lítið af bindiefni til að halda salatinu saman – ég notaði sýrðan rjóma en það mætti líka nota gríska jógúrt. Nú, eða majónes. Í staðinn fyrir timjan mætti nota aðrar kryddjurtir, t.d. dill, kóríanderlauf eða steinselju.“

3 egg, harðsoðin
1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður
3 msk. graskersfræ, blöð af nokkrum timjangreinum
2 msk. sýrður rjómi
1 tsk. dijonsinnep, eða eftir smekk
1 tsk. nýkreistur sítrónusafi, eða eftir smekk pipar, salt
1 avókadó (125 g), vel þroskað

Skurnflettu eggin, saxaðu þau gróft og settu þau svo í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, graskersfræjum og timjani, og láttu hana ganga þar til eggin eru orðin að mylsnu. Hrærðu saman í skál sýrðum rjóma, sinnepi, sítrónusafa, pipar og salti eftir smekk og hrærðu svo eggjablöndunni saman við.

Skerðu avókadóið í litla bita og blandaðu þeim saman við. Settu salatið á brauðsneiðar eða í samlokur, e.t.v. með sneiðum af harðsoðnu eggi, og skreyttu með timjani.

Hunangsbökuð bláber með kotasælu

Sæta samlokan er í uppáhaldi hjá höfundi bókarinnar.
Uppáhald Nönnu Sæta samlokan er í uppáhaldi hjá höfundi bókarinnar.

Nanna segir: „Þetta er uppáhalds sæta samlokan mín. Reyndar nota ég ekki lengur hunang en hún er nú ágæt fyrir því …“

3 msk. heslihnetur (eða aðrar hnetur)
125 g bláber
1 msk. hunang
¼ tsk. þurrkað timjan, nýmalaður pipar, kotasæla
2 smjördeigshorn e.t.v. ferskt timjan til að skreyta með

Byrjaðu á að rista hneturnar á þurri, meðalheitri pönnu í nokkrar mínútur og helltu þeim síðan á disk. Láttu þær kólna dálítið og grófsaxaðu þær svo.

Hitaðu grillið í ofninum. Settu berin í lítið, eldfast mót, dreyptu hunanginu
yfir og stráðu svo timjani og dálitlum pipar yfir. Settu þetta undir grillið
í 5–6 mínútur, eða þar til berin eru mjúk og hunangsgljáð. Taktu þau þá út en ristaðu smjördeigshornin (skorin í sundur og skurðflöturinn látinn snúa upp) undir grillinu í 1–2 mínútur.

Settu neðri hluta hornanna á diska, settu væna skeið af kotasælu ofan á og síðan 1–2 kúfaðar skeiðar af bláberjum. Stráðu hnetum yfir og skreyttu e.t.v. með timjani. Leggðu efri hlutann af horninu ofan á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7