fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
FókusKynning

Útleiga á sendibílum og kassabílum með lyftum

Kynning

Cargo sendibílaleiga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cargo sendibílaleiga sérhæfir sig í útleigu á sendi- og kassabílum með lyftu til flutninga á búslóðum og vörum. Þar leigir þú þann bíl sem hentar þínum flutningum, ekur sjálfur/sjálf og sparar því umtalsverðan kostnað.

Bílafloti til búslóðaflutninga

Gunnar Haraldsson, eigandi Cargo sendibíla, segir bílaflota fyrirtækisins samanstanda af þremur bílastærðum. „Í 1.100 kílóa flokknum erum við með minni sendibíla sem hafa alveg einstaklega góða aksturseiginleika og eyða litlu eldsneyti.1.200 kílóa flokkurinn er kassabílar með lyftu sem eru einstaklega góður kostur til flutninga á stórum og meðalstórum búslóðum. Á þessa bíla þarf ekki meirapróf og þeir eru sparneytnir. Stærsti bíllinn okkar er Benz Atego, kassabíll með lyftu, sem hefur 2.500 kílóa burðargetu og lyftigetan er 750 kíló,“ segir hann. „Þessi bíll er frábær ef um þyngri flutninga er að ræða og hefur hentað vel fyrir stórar búslóðir. Á þennan bíl þarf meirapróf eða hafa tekið ökupróf fyrir 1993.“

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Trillur og brettatjakkar

„Við erum síðan einnig með hjálpartæki til þess að auðvelda fólki flutningana, eins og sekkjatrillu, sem er með burðargetu upp að 200 kílóum. Þetta er létt handtrilla með föstum palli. Svo er einnig hægt að leigja tröpputrillu sem flytur þunga hluti bæði upp og niður stiga. Báðar trillurnar eru íslensk framleiðsla. Trillurnar reynast mjög góðar til þess að flytja t.d. þvottavélar og ísskápa úr stað. Við erum líka með brettatjakka ef um er að ræða vörur á brettum eða sterk bönd til þess að festa vörurnar í bílunum.“

Að leigja sendibíl

Að sögn Gunnars þarf viðskiptavinur sem hyggst leigja sendibíl að framvísa ökuskírteini og kreditkorti sem tryggingu fyrir leigu sendibifreiðarinnar. „Vert er að taka fram að leigutaki þarf ekki að vera með meirapróf til að leigja sendibíl með burðargetu 1.200 kíló og undir. Leigutaki leigir sendibílinn fullan af eldsneyti og skilar svo með tankinn fullan.“

Cargo sendibílaleiga, Skemmuvegi 32 (bleik gata), 200 Kópavogur.
Sími: 566-5030. Tölvupóstfang:info@cargobilar.is

Opið alla virka daga frá kl. 8.00–18.00 og um helgar frá klukkan 10.00–16.00.
www.cargobilar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea