fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
FókusKynning

Dufthylki: Gott fyrir budduna og umhverfið

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prenthylki og prentduft (tóner) hafa hækkað mikið í verði undanfarin ár. Mörg fyrirtæki bregðast við því með því að draga mjög úr útprentun. En það er til önnur lausn sem í senn lækkar kostnað og er mjög umhverfisvæn: Að endurnýta dufthylki. Þetta gerir fyrirtækið Dufthylki með góðum árangri.

Dufthylki hefur verið starfandi í sex ár og sérhæfir sig í áfyllingu prentdufts á laser-prentara. Markmið fyrirtækisins er að minnka kostnað við prentun, án þess að rýra gæði, og vera vistvæn í leiðinni. Lítil, meðalstór og stór fyrirtæki hafa nýtt sér þennan kost í auknum mæli á undanförnum árum. Dufthylki er með þróað ferli þar sem hylkin eru endurframleidd eins og er gert í vistvænu framleiðsludeildunum í verksmiðjum hjá HP, Brother og fleiri framleiðendum. Þegar stærri fyrirtæki bættust í hóp viðskiptavina og fóru að prófa hylkin og skila inn þeim gömlu jókst endurnýtingin mikið og um leið endurnýtti Dufthylki um eitt tonn árið 2011. Árið 2013 var þessi tala komin í 3,5 tonn og var hún töluvert hærri 2014.

Allir hlutir eru vandlega flokkaðir og endurunnir á vistvænan hátt, t.d. álið, duftið og plastið. Þetta plast er síðan nýtt í endurvinnslu þar sem það er bráðið og notað aftur. Hylki sem ekki eru endurnýtt í dag eru brennd til orkunotkunar en slíkt er varla vistvænt fyrir umhverfið.

Ferli vinnslunnar er þannig að hylkin eru tekin í sundur, allir hlutir skoðaðir, aðskildir og hreinsaðir og ný tromla sett í ásamt nýrri rúllu. Hylkin eru fyllt með nýju dufti samkvæmt stöðlum og síðan sett aftur saman og prófuð í réttum búnaði. Hylkinu er síðan komið fyrir í lofttæmdri og rakavarðri pakkningu. Ferlið sjálft tekur aðeins 15–60 mínútur þannig að afhendingartíminn er stuttur og yfirleitt eru hylkin afgreidd samdægurs. Fyrirtækið er alltaf með endurframleidd hylki á lager í öllum vinsælustu tegundunum og sækir tóm hjá fyrirtækjum og skilar af sér nýjum í leiðinni. Í Kringlunni er t.d. dallur sem merktur er fyrirtækinu þar sem öll hylki frá skrifstofum og fyrirtækjum fara í en dallurinn er síðan sóttur þegar hann er fullur. Dæmigert hylki í prentara kostar um 6.000 krónur hjá fyrirtækinu.

Auk prentdufts selur Dufthylki ódýr blekhylki, hágæða prentara og fjölnota- og ljósmyndapappír. Nánari upplýsingar um Dufthylki og vefverslun má finna hér.

(Þessi umfjöllun var að hluta til byggð á þessari grein)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7