fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
FókusKynning

Óbyggðaferðir – Fjórhjólaferðir fyrir alla!

Kynning

Fólk fær einstaka sýn á margar af helstu náttúruperlum landsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbyggðaferðir er lítið fjölskyldufyrirtæki í Fljótshlíðinni sem nú í ár fagnar 10. starfsárinu.
Við bjóðum upp á skemmtilegar skoðunarferðir, hvort sem er um Fljótshlíðina fögru eða inn á hálendi okkar stórkostlega lands, allt árið um kring.

Að skoða náttúru landsins á fjórhjólum er möguleiki sem kemur mörgum á óvart hversu auðvelt það er og gaman.
Í boði eru fjölbreyttar ferðir sem geta tekið frá tveimur klukkustundum upp í dagsferðir, þær henta öllum, bæði byrjendum og vönum.

Þórsmörk, Eyjafjallajökull, Tindfjöll og Markarfljótsgljúfur eru í nágrenni við Fljótshlíðina og því ekki langt að fara á fallega staði. Meðal áfangastaða í ferðum okkar lengra inn á hálendið eru Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Heklusvæðið og ótal margt fleira.

Óbyggðaferðir Atv Fjórhjólaferðir er með aðsetur að Lambalæk í Fljótshlíð.

Í túnfætinum hjá okkur eru frábær hótel, veitingastaðir, tjaldsvæði, golfvöllur, hestaleiga og margs konar önnur þjónusta við ferðamenn, meðal annars Hótel Fljótshlíð Smáratúni, Hellishólar og Kaffi Langbrók.
Við sköffum gestum okkar heilgalla, hjálma, vettlinga, húfur og stígvél, allt eftir því hvers viðskiptavinurinn þarfnast.
Fjórhjólaferðirnar með Óbyggðaferðum henta vel sem hvataferðir, óvissuferðir, brúðar- og afmælisgjafir og steggja- og gæsaferðir ásamt starfsmannaferðum.

Fjórhjólin okkar eru götuskráð og tveggja manna. Við erum aðeins í 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík (108 km).
Heimsókn í Fljótshlíðina svíkur engan. Saman getum við búið til uppskrift að góðum degi.

Upplýsingar info@atviceland.is eða í símum 661-2503 (Unnar) og 661-2504 (Solveig)
www.obyggdaferdir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri