fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Húsnæðismálin: Sjálfstæðismenn skila auðu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn hafa ítrekað reynt að leggja stein í götu þeirra umbóta í húsnæðismálum sem Eygló Harðardóttir hefur barist fyrir, í samvinnu við launþegahreyfinguna.

Hér á árum áður voru sjálfstæðismenn talsmenn séreignarstefnu í húsnæðismálum og vildu greiða fyrir því að venjulegt fólk gæti eignast íbúðarhúsnæði, sérstaklega ef það álpaðist til að kjósa flokkinn.

Þetta gerði Gamla Sjálfstæðisflokkinn að meiri millistéttar- og alþýðuflokki en efni annars stóðu til.

Nú er öldin önnur.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður og við tók Nýr Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins, sem yljar sér við sértrúarbrögð nýfrjálshyggjunnar.

Með þeim siðaskiptum rýrnaði hinn hóflegi áhugi flokksins á milli og lægri stéttum og gamla slagorðið „stétt-með-stétt“ var tekið úr umferð. Við tók gegndarlaust daður og þjónkun við þá ríkustu í samfélaginu, í nafni óheftrar markaðshyggju og brauðmolakenningarinnar.

Þessara umskipta sér víða merki, meðal annars á sviði húsnæðismála, sem hafa verið í miklum öldudal eftir hrunið eins og alþjóð veit. Ungt fólk hefur hvorki efni á að eignast íbúð né að leigja á almennum markaði.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur beitt sér af miklum krafti við að leysa þennan bráða vanda og hefur nýlega lagt fram fjögur mikilvæg frumvörp um nýskipan húsnæðismála, sem eru til mikilla bóta.

Sjálfstæðismenn vilja styrkja fyrirtæki – en ekki almenning.

Sjálfstæðismenn leggja hins vegar ekki fram neinar vitrænar tillögur um hvernig megi snúa vörn í sókn fyrir unga fjölskyldufólkið.

Í staðinn sprengja þeir skítabombur hér og þar, með tilheyrandi úrtölum og fúlmennsku, í von um að skemma umbótastarf Eyglóar og félaga.

Þeir kvarta yfir að hlutverk ríkisins verði of mikið í nýja kerfinu (jafnvel þó að venjuleg lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs verði aflögð). Þeir vilja ekki félagslegt húsnæðiskerfi (jafnvel þó að ljóst sé að niðurlagning gamla félagslega kerfisins hafi verið alvarleg mistök).

Þeir vilja að einkageirinn og óheftur markaður sjái alfarið um húsnæðismálin (jafnvel þó að það hafi einmitt verið einkageirinn sem með öllu brást á því sviði frá 2004 og fram að hruni).

Og sjálfstæðismenn hafna vænlegum húsnæðisbótum Eyglóar, bæði vaxtabótum og húsaleigubótum (jafnvel þó að ljóst sé að það eru raunhæfustu stuðningsaðgerðirnar sem gera fleirum kleift að komast í húsaskjól, hvort sem er í leigu eða eigu).

Í staðinn vilja þeir frekar styrkja verktaka og byggingafélög og horfa þá framhjá því, að líklegast er að slíkir styrkir til fyrirtækja fari einfaldlega í aukinn gróða eigenda, en ekki í lægra verð íbúðarhúsnæðis.

Þeir segja líka að fólk eigi bara sjálft að spara fyrir húsnæðiskaupum, rétt eins og allir séu efnafólk!

Loks hvetja þeir til þess að lífeyrissparnaði sé eytt í íbúðarkaup – og grafa þar með undan lífeyriskerfinu.

Það er enginn stuðningur í þessu. Sjálfstæðismenn skila auðu.

Húsnæðisumbætur eru hluti kjarasamninganna.

Ríkisstjórnin lofaði launþegahreyfingunni því í síðustu kjarasamningum að koma fram þessum umbótum í húsnæðismálunum.

Það yrðu söguleg mistök sjálfstæðismanna að eyðileggja eða hefta framgang þessara nýju frumvarpa.

Kjósendur myndu án efa refsa þeim sem það gera – ekki síst ungt fjölskyldufólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United íhugar að skipta við Juventus

United íhugar að skipta við Juventus
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“