fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024

Sökkti tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 11. mars 2018 18:00

DV, 10. nóvember 1986.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski hvalfriðunarmaðurinn Paul Watson og samtök hans Sea Shepherd komust í deigluna hér á Íslandi árið 1986 þegar þau sökktu tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn. Síðan þá hefur Watson verið uppnefndur hryðjuverkamaður og einn helsti óvinur Íslands.

Hótaði Íslendingum eftir töf á olíudælu

Fyrsta andófið sem Watson sýndi var árið 1969 þegar hann mótmælti kjarnorkutilraunum á Amchitka-eyju í Alaska, þá 19 ára gamall. Skömmu síðar hélt hann á hafið til að taka þátt í dýraverndunaraðgerðum Greenpeace og síðar klofningshóps síns, Sea Shepherd. Þessar aðgerðir hafa ekki alltaf verið friðsamlegar heldur haft það markmið að trufla og valda tjóni líkt og aðgerðin á Íslandi.

Á áttunda áratugnum var sjónum hans að miklu leyti beint að selveiðum en um miðjan níunda áratuginn urðu Færeyingar fyrir barðinu á honum vegna grindhvalaveiða. Í ágúst árið 1985 kom skip hans við í Reykjavíkurhöfn til að taka olíu til að komast til Færeyja. Vegna tafa á afgreiðslu Olís sagði Watson að eðlilegast væri að Íslendingar sjálfir yrðu næst fyrir barðinu á Sea Shepherd. Stóð hann við þessa hótun ári seinna.

Vísað úr landi eftir „hryðjuverk“

Þann 9. nóvember árið 1986 blasti ógnvænleg sjón við starfsmönnum Hvals hf. þegar þeir komu að bátum sínum í Reykjavíkurhöfn. Botnlokurnar höfðu verið losaðar og lágu bátarnir sokknir í höfninni. Einnig höfðu verið unnin skemmdarverk á skrifstofum og kjötvinnslustöð Hvals hf. í Hvalfirði. Engar hótanir höfðu borist Hval hf. fyrir skemmdarverkin en Watson lýsti samstundis yfir ábyrgð á þeim.

Watson og maður að nafni David Howlitt, einnig úr samtökunum, höfðu flogið til Íslands og þóst vera ferðamenn. Þeir brutu allt og brömluðu í hvalstöðinni með sleggjum og keyrðu svo að Reykjavíkurhöfn þar sem þeir losuðu botnlokur bátanna tveggja. Í kjölfarið flugu þeir úr landi til Lúxemborgar.

Lýst var eftir sökudólgunum sem uppnefndir voru hryðjuverkamenn í fjölmiðlum. Watson sagðist þá reiðubúinn að mæta ákæru og rúmu ári síðar kom hann til lands til að verja sig. Þá var honum vísað úr landi og neitað um endurkomu en var aldrei ákærður fyrir verknaðinn. Þrátt fyrir að hafa sloppið við fangelsisdóm virðist málið hafa snúist í höndunum á honum því að verknaðurinn fékk mjög slæma umfjöllun í fjölmiðlum en Íslendingar og Hvalur hf. fengu samúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nöturleg sjón mætti Einari í matvöruverslun: „Þetta var Íslendingur, allslaus, niðurbrotinn“

Nöturleg sjón mætti Einari í matvöruverslun: „Þetta var Íslendingur, allslaus, niðurbrotinn“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrðir að fjögur áhugaverð lið vilji Benóný – Eitt stórt félag á Englandi

Fullyrðir að fjögur áhugaverð lið vilji Benóný – Eitt stórt félag á Englandi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?