fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026

Morð og sjálfsmorð í Mt. Airy: Öll fjölskyldan vegin – Heimilishundurinn slapp ekki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnufélögum Jennifer A. Dalton, í Damascus í Maryland í Bandaríkjunum, var ekki rótt að morgni föstudagsins 25. september 2009. Jennifer, sem bjó í Mt. Airy, vann hlutastarf á dýralækningastofu í Damascus og hafði hvorki mætt til vinnu né tilkynnt forföll. Það var mjög ólíkt henni. Vinnufélagar hennar hringdu í hvort tveggja heimasíma Jennifer og farsíma, en án árangurs.

Enginn á lífi

Að kvöldi þess sama dags kom í ljós að fyrir því var ærin ástæða; Jennifer Dalton var ekki lengur í tölu lifenda. Reyndar var enginn úr fjölskyldunni á lífi. Heimilisfaðirinn Charles Dalton eldri, eiginkona hans Jennifer, og tvö börn þeirra, Charles Dalton yngri, 14 ára, og Emmaline, 7 ára, höfðu öll verið skotin til bana.

Charles Dalton eldri
Var vel liðinn af þeim sem hann þekktu.

   

Tíðindin komu nágrönnum og vinum í opna skjöldu, enda gat enginn ímyndað sér að nokkur vildi vinna Dalton-fjölskyldunni mein.

Vel liðin fjölskylda

Að sögn nágranna var fjölskyldan vingjarnleg og trúuð og einn nágranninn hafði á orði að í hvert skipti sem snjóaði hefðu hjónin mætt með skóflur og mokað hjá honum heimreiðina.

Börn hjónanna voru vel liðin, hvort heldur var í skóla eða einkalífi. Charles Dalton yngri var sjálfboðaliði í ungmennadeild slökkviliðsins í Mt. Airy, sama fyrirtæki og kom að heimili fjölskyldunnar þetta föstudagskvöld eftir að hringt hafði verið í Neyðarlínuna.

Enginn utanaðkomandi

Þegar inn í íbúðina var komið velktist enginn í vafa um að um morðvettvang var að ræða, en spurningin var: hvað hafði gerst. Frumrannsókn svaraði þeirri spurningu og ljóst var að enginn utanaðkomandi hafði verið að verki.

Á vettvangi
Óhugnanleg sjón mætti lögreglu.

Lík Jennifer fannst í rúmi hjónaherbergisins. Charles yngri og Emmaline, systir hans, höfðu hlotið sömu örlög og lík þeirra fundust í svefnherbergjum þeirra.

Morð og sjálfsmorð

Lík heimilisföðurins, Charles eldri, lá á gólfinu við hlið hjónarúmsins og upp við það lá haglabyssa; 12 gauge pumpa. Síðar kom í ljós að öll fjögur höfðu verið skotin til bana með þeirri haglabyssu.

Ekkert sjálfsmorðsbréf fannst á staðnum en talið hafið yfir allan vafa að Charles eldri hefði tekið í gikkinn í öllum tilfellum. Ekki einu sinni heimilishundurinn slapp, en hann hafði verið skotinn í bæli sínu rétt innan við aðaldyr heimilisins.

Hvað lá að baki þessu öllu saman hefur aldrei verið upplýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þremur erlendum þjófum vísað úr landi

Þremur erlendum þjófum vísað úr landi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar