fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020

Óborganleg IKEA-ferð sem allir geta tengt við: „Við eigum mörg kerti heima“

Þjáningar eiginmanns sem skilur ekki afhverju förinni er heitið í IKEA

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þekkja flestir, ef ekki allir, að heimsóknir IKEA. Þær skiptast í þrjá flokka. Stundum er verið að ná í eitthvað bráðnauðsynlegt fyrir heimilið, stundum er verið að fá sér í gogginn og stundum er tilgangurinn alls ekki augljós. Hið síðastnefnda var raunin þegar ónefndur eiginmaður í Bandaríkjunum heimsótti IKEA með eiginkonu sinni. Hann birti óborganlega myndaröð af heimsókninni þar sem hann veltir fyrir sér afhverju í ósköpunum hann er staddur í sænsku keðjunni.

Hér að neðan er myndaröðin sem eiginmaðurinn birti ásamt hugleiðingum hans í íslenskri þýðingu. Hægt er að lesa hugleiðingar eiginmannsins á móðurmáli hans hér.

Hluti ástæðunar virðist vera sú að fá sér hádegisverð.
Svöng Hluti ástæðunar virðist vera sú að fá sér hádegisverð.
Ég missti sultu á buxurnar mínar. Það er nánast orðin hefð. Líklega kemur blettur.  Á Facebook fékk ég þau ráð frá móðursystur minni að hellla sjóðandi vatni á blettinn. Síðan bætti hún við að ég ætti að fara fyrst úr buxunum.
Ósigur Ég missti sultu á buxurnar mínar. Það er nánast orðin hefð. Líklega kemur blettur. Á Facebook fékk ég þau ráð frá móðursystur minni að hellla sjóðandi vatni á blettinn. Síðan bætti hún við að ég ætti að fara fyrst úr buxunum.
Ég sá hvergi leiðbeiningar um hvert kerran ætti að fara. Ég vona að hún verði ekki fyrir neinum hérna.
Erfitt Ég sá hvergi leiðbeiningar um hvert kerran ætti að fara. Ég vona að hún verði ekki fyrir neinum hérna.
Kannski erum við mætt til þess að skoða stofnanalegar geymslulausnir. Konan mín segir: „Kannski þegar við eigum átta börn.“ Við eigum engin börn. Við höldum áfram.
Umhugsunarvert Kannski erum við mætt til þess að skoða stofnanalegar geymslulausnir. Konan mín segir: „Kannski þegar við eigum átta börn.“ Við eigum engin börn. Við höldum áfram.
 Við erum að skoða kerti. Við eigum mörg kerti heima. Þau voru öll keypt í IKEA. Þessi eru örlítið öðruvísi.
Nauðsynlegt Við erum að skoða kerti. Við eigum mörg kerti heima. Þau voru öll keypt í IKEA. Þessi eru örlítið öðruvísi.
Hún óskaði eftir áliti mínu á þessari lausn fyrir eldhúsið. Ég svaraði því að það væri ekkert pláss. Það var rangt svar.
Plássleysi Hún óskaði eftir áliti mínu á þessari lausn fyrir eldhúsið. Ég svaraði því að það væri ekkert pláss. Það var rangt svar.
Við erum að skoða spegla. Mig rámar eitthvað í samtal um að þessi þörf væri til staðar.
Ástæða? Við erum að skoða spegla. Mig rámar eitthvað í samtal um að þessi þörf væri til staðar.
Þetta er ekki spegill. Upprunalegi tilgangur heimsóknarinnar er enn fullkomlega óljós
Ringulreið Þetta er ekki spegill. Upprunalegi tilgangur heimsóknarinnar er enn fullkomlega óljós
Konan mín er heilluð af  tuskurottum. Það kemur mér ekki á óvart þrátt fyrir að ég undrast hversu áberandi  þær eru í markaðsetningu IKEA.
Rottugangur Konan mín er heilluð af tuskurottum. Það kemur mér ekki á óvart þrátt fyrir að ég undrast hversu áberandi þær eru í markaðsetningu IKEA.
 Fleiri rottur. Ég er farinn að halda að þær séu á einhvern hátt mikilvægar í sænskri menningu
Svíarottur Fleiri rottur. Ég er farinn að halda að þær séu á einhvern hátt mikilvægar í sænskri menningu
Konan mín var að benda mér á að þessar mæliskeiðar virtust gæðalegar. Ég hef ekki tekið eftir því að aðrar mæliskeiðar sem við eigum séu sérstaklega illa hannaðar.
Þörf Konan mín var að benda mér á að þessar mæliskeiðar virtust gæðalegar. Ég hef ekki tekið eftir því að aðrar mæliskeiðar sem við eigum séu sérstaklega illa hannaðar.
„Hérna fær maður servíettur,“ segir konan mín. Það er ljóst að ályktunarhæfni hennar er einstök.
Skyldukaup „Hérna fær maður servíettur,“ segir konan mín. Það er ljóst að ályktunarhæfni hennar er einstök.
„Ertu tilbúinn?,“ segir hún. Ég játa án þess að hafa hugmynd um við hvað hún á.
Jákvæður „Ertu tilbúinn?,“ segir hún. Ég játa án þess að hafa hugmynd um við hvað hún á.
„Fallegt ,“ segir hún. Ég læt í ljós efasemdir mínar um að hengja mynd af ókunnugri konu upp í íbúðinni okkar. Hún var að tala um rammann. Ég er á hálum ís.
Fegurð „Fallegt ,“ segir hún. Ég læt í ljós efasemdir mínar um að hengja mynd af ókunnugri konu upp í íbúðinni okkar. Hún var að tala um rammann. Ég er á hálum ís.
Við búum í kjallara. Ég óttast um líf allra plantna sem við tökum að okkur.
Dauði Við búum í kjallara. Ég óttast um líf allra plantna sem við tökum að okkur.
„Hvað er þetta?“ spyr hún. Ég les á miðann og er engu nær.
Tómur „Hvað er þetta?“ spyr hún. Ég les á miðann og er engu nær.
Ég hef verið staðinn að verki
Vandræði Ég hef verið staðinn að verki
Það er tími til kominn að borga. Í innkaupakerrunni er ábreiða yfir örbylgjuofn, skál undir sykur og skilrúm í skúffur. Við erum ekki með spegil. „Mig langar í ís,“ segir konan mín.
Ís Það er tími til kominn að borga. Í innkaupakerrunni er ábreiða yfir örbylgjuofn, skál undir sykur og skilrúm í skúffur. Við erum ekki með spegil. „Mig langar í ís,“ segir konan mín.
„Ég elska þig að eilífu þrátt fyrir að ég þurfi þess eiginlega,“ segir konan mín. Ég elska hana líka.
Ást „Ég elska þig að eilífu þrátt fyrir að ég þurfi þess eiginlega,“ segir konan mín. Ég elska hana líka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

París heillar Pogba

París heillar Pogba
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Algjört verðhrun
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Látinn maður tapar meiðyrðamáli – Var sakaður um kynferðisbrot í sambandi

Látinn maður tapar meiðyrðamáli – Var sakaður um kynferðisbrot í sambandi
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“

Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo mætir fjórum tímum á undan öllum til að vera í besta forminu

Ronaldo mætir fjórum tímum á undan öllum til að vera í besta forminu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þurfa að endurgreiða 56 milljarða – Hluti af upphæðinni fer til Íslands

Þurfa að endurgreiða 56 milljarða – Hluti af upphæðinni fer til Íslands
Matur
Fyrir 18 klukkutímum

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Bleikt
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Leu Michele hafa gert upplifun sína í Glee að „lifandi helvíti“

Segir Leu Michele hafa gert upplifun sína í Glee að „lifandi helvíti“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Teitur hitti Miley Cyrus sem stóð í skilnaði: „Nokkuð vissar um að hún hafi verið að reyna við mig“

Teitur hitti Miley Cyrus sem stóð í skilnaði: „Nokkuð vissar um að hún hafi verið að reyna við mig“